Guðmundur sigraði í borðtennis

Guðmundur Stephensen mætti einum besta borðtennisspilara Hollands, Nathan van der Lee, í úrslitum Reykjavíkurleikanna í borðtennis sem fram fóru í TBR-húsinu í dag. Í úrslitaleiknum sýndi Guðmundur sínar allra bestu hliðar og sigraði örugglega 4-0. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr úrslitaleiknum. Tryggvi Áki Pétursson, Víkingi, og Daninn Jakob Jörgensen urðu í 3.-4.sæti.