Finninn Tuomi sigraði í skvassi

Keppni í skvassi á Reykjavíkurleikunum lauk fyrir stundu. Sigurvegari mótsins var Finninn Matias Tuomi. Í úrslitaleik mætti Tuomi ungum og efnilegum Breta, James Evans, og hafði betur 3-0 í jöfnum og skemmtilegum lotum. Í leiknum um þriðja sætið mætti Norðmaðurinn Lars Klæning landa sínum Edvard Hegbom. Leikurinn var sérlega spennandi en endaði með sigri Lars Klæning 3-1. Síðustu tvö stigin í leiknum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.