Keppni í ólympískum lyftingum á Reykjavíkurleikunum fór fram í húsakynnum Lyftingafélags Reykjavíkur í dag. Sigurvegar í karlaflokki var Mark Kollin Cockrell frá Bandaríkjunum. Eftir síðustu lyftu sína á mótinu í dag gerði Mark sér lítið fyrir og tók heljarstökk við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði.