Í símaklefa dagsins tekur stórsveitin Úlfur Úlfur lagið. Það band ættu flestir að þekkja, en sagan segir að þeir séu með heila nýja plötu í bígerð. Úlfur Úlfur spilar tvisvar á Airwaves, á Gamla Gauknum í kvöld klukkan 23:20 og annað kvöld klukkan 01:20 í Þjóðleikhúskjallaranum.