Hljómsveitin Kajak kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í íslenskt tónlistarlíf á dögunum og héldu margir að um erlenda stórsveit væri að ræða þegar lag þeirra „Gold Crowned Eagle“ heyrðist fyrst í útvarpi. Meðlimir þessarar elektrónísku sveitar eru þeir Hreinn Elíasson og Sigurmon Hartmann.