Meðlimir rokksveitarinnar Dimmu hafa nú snúið aftur, en þeir komu í Símaklefann á dögunum og tóku lagið „Þungur kross“. Nú snýr sveitin aftur og tekur í þetta sinn lagið „Skuggasvæði“. Lesendur sem kunnu að meta krossinn þunga ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með lagið frekar en fyrri daginn.