Úlfur Úlfur er úlfur sem allir þekkja. Sveitin hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár og má segja að hún hafi rifið íslenskan rapp-heim í gang með mörgum lögum sínum. Hér er um að ræða aðra heimsókn úlfsins í Símaklefann, en síðast tóku strákarnir lag sem enn hefur ekki hlotið nafn.