Sigurvegarinn var sjö tíma í strætó

Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, setti Reykjavíkurleikana sem nú fara fram í sjöunda sinn í Bláfjöllum í dag. Keppt er í 20 íþróttagreinum á leikunum og í tilefni þess að skíði eru nú með í fyrsta sinn á meðal keppnisgreina voru þeir settir í fjallinu.