Frábært stig

Badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna er nú í fullum gangi í TBR húsinu og stendur til klukkan 20 í kvöld. Á meðfylgjandi myndskeiði sést Skotinn Matthew Carder skora frábært stig gegn Belganum Maxime Moreels en Maxime er með fyrstu röðun og talinn líklegastur til sigurs í einliðaleik karla á mótinu.