Undanúrslit í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna voru að hefjast í TBR húsinu. Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir komust einar Íslendinga í undanúrslit en þær mæta Susannah Leydon-Davis og Madeleine Stapleton frá Nýja Sjálandi í tvíliðaleik kvenna. Í átta liða úrslitum sigruðu þær örugglega finnskt par.