Undanúrslitaleikur þeirra Söru Högnadóttur og Margrétar Jóhannsdóttur gegn nýsjálenska parinu Susannah Leydon-Davis og Madeleine Stapelton á badmintonmóti Reykjavíkurleikanna í kvöld var æsispennandi. Fyrstu lotuna sigruðu þær Sara og Margrét 21-19. Þær nýsjálensku sigruðu svo aðra lotuna einnig 21-19 og því þurfti að leika oddalotu til að knýja fram úrslit. Oddalotan var eins og allur leikurinn mjög jöfn en endaði með glæsilegum sigri íslensku stelpnanna 21-19.