Vala Rún braut 20 stiga múrinn

Keppni í listhlaupi á skautum á Reykjavíkurleikunum fer fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Vala Rún B. Magnúsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur náði sinni hæstu einkunn fyrir stutt prógramm á ferlinum í dag og fékk 36.34 stig, 20.20 fyrir tækni og 16.14 fyrir svokallað „program components“. Eftir því sem næst verður komist er þetta jafnframt hæsta einkunn sem íslenskur skautari í junior flokki hefur fengið.