Hrafnhildur átti frábæran dag

Keppni í listhlaupi á skautum á Reykjavíkurleikunum hófst í gær og lauk fyrr í dag í Skautahöllinni í Laugardal. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Skautafélagi Akureyrar, átti frábæran dag í dag og fékk hún 64,49 stig fyrir frjálst prógramm. Er þetta hæsta skor sem sést hefur hjá íslenskum skautahlaupara fyrir frjálst prógramm.