Jón Víðis Jakobsson, dáleiðari og töframaður, segir það verða sífellt algengara að fólk leiti í dáleiðslu til að bæta líðan sína og ná árangri í leik og starfi. Jón er gestur í Dagmálum en þar ræðir hann um allt sem tengist dáleiðslu og margir líta á sem leyndardómsfullt fyrirbæri.