Karen Axelsdóttir - haus
29. apríl 2010

Af stað!

Ertu alltaf aðeins að fikta við eitthvað en kemur þér aldrei almennilega af stað? Skráðu þig í eitthvað  sem hvetur þig áfram hvort sem það er að ganga uppá Hvannadalshnjúk, fara í nokkurra daga hjólaferð, taka þátt í hálf maraþoni, þríþraut eða öðru. Það verður að vera eitthvað sem þú telur þig ekki geta gert nema helga þig takmarkinu m.ö.o eitthvað sem  þú ert pínu hræddur við. Ekki hafa of langan tímaramma. Reyndu að halda þér við eitthvað sem er t.d í sumar eða haust svo þú komir þér af stað og haldir dampi. 

swim2Til dæmis  þegar ég skráði mig í mína fyrstu þríþraut þá var alveg ljóst að ég gat ekki synt nema brot af vegalengdinni hvað þá í öldusjó  (sjá mynd frá því). Ég vissi líka að það myndi ekki reddast að hlaupa 10 km eftir að hafa bæði synt og svo hjólað heila 40 km. 

Ég hafði fjóran og hálfan mánuð til stefnu og setningin ,,ég hef ekki tíma" var þurrkuð út úr orðaforðanum.  Ef hefði ekki haft þetta takmark og þennan tímaramma þá hefði ég aldrei verið svona dugleg að vakna á æfingar  og nýta allar dauðar stundir til að láta dæmið ganga upp. Ég var hreinlega svo skíthrædd við þetta að ég þurfti enga hvatningu til að gera eitthvað í málunum.  Árangurinn var svo bónus og algjört aukatriði miðað við ánægjuna að gera eitthvað örðuvísi og breyta um lífsstíl.

Fyrir flest heilbrigt fólk er 5 km hlaup jafnvel 10 km hlaup oftast ekki nóg hvatning til að þú rífir þig fram úr rúminu því þú veist þú getur alltaf labbað í versta falli og þetta reddast einhvern veginn.Ýkt dæmi um áskorun er að skrá sig í Ironman eða Ultaramaraþon en fyrir venjulegt fólk væri það það síðasta sem ég myndi mæla með. Við erum að tala um eitthvað þarna á milli. Fyrir þá sem eru komnir af stað þá er lykillinn að vera alltaf skráð/ur í eitthvað og prófa nýja hluti.

mynd
28. apríl 2010

Erfitt að byrja að hlaupa!

Ég mætti á fyrstu alvöru hlaupa æfinguna á mánudagskvöld og það var ekki fögur sjón. Félagar mínir sem ég held venjulega vel í hreinlega stungu mig af. Stíllinn var heldur ekki góður og James þjálfari minn hundskammaði mig fyrir að lenda á hælunum þegar líða tók á settið. Þetta var frekar niðurdrepandi en ég fékk reyndar smá uppreisnar æru þegar líða tók á settið þ.e á síðustu tveimur settunum… Meira
mynd
27. apríl 2010

Sundsett

Hér er æfing fyrir byrjendur í skriðsundi. Ég veit við áttum að læra þetta öll í barnaskóla. Ég skil ekki hvað hefur gerst í sundkennslu í grunnskóla því einhverra hluta vegna erum við sem höfum aldrei æft sund upp til hópa glötuð þegar kemur að skriðsundi.  Þetta er skiljanlegt hér í Bretlandi þar sem fólk fer almennt ekki í sund og ekki skylda í skólum en hér heima með… Meira
mynd
26. apríl 2010

Góður félagsskapur

Það sem mér finnst mest hvetjandi er að æfa í góðum félagsskap. Það er gott að eiga góða vini sem maður æfir með en ef þetta er skipulögð starfssemi eða hópur þá ertu ekki háðu því ef æfingafélaginn mætir ekki, er of seinn osfrv. Einnig er þá sennilega einhver þjálfari til staðar sem getur leiðbeint þér eða verið eins konar "mentor". Spinning tímar og tímar í líkamsræktarstöðum eru… Meira
mynd
24. apríl 2010

Hlaupaæfing - tempo

Ég mun halda áfram að tönglast á þessu en reyndu að venja þig af því að hafa allar æfingar eins.  Til að ná árangri eða bæta hraðann  mæli ég með að þú gerir vikulega, 1 x langt rólegt hlaup, 1 x sprettæfingu og 1 x hraðaæfingu (tempo). Ef þú ert keppnismanneskja í hlaupum þá þarftu að   hlaupa oftar en fyrir þríþrautarfólk þá eru þrjár hlaupaæfingar nóg og lögmálið gæði umfram… Meira
mynd
23. apríl 2010

Vöknuð úr dvala

Núna eru rúmar þrjár vikur síðan ég kláraði Ironman. Eftir að hafa ferðast aðeins um Ástralíu og komið við í Bangkok á leiðinni heim þá lenti ég á Heathrow 2 dögum fyrir gosið   og við tók vinnan og daglegt líf.  Alltaf gott að koma heim og það voru heldur betur fagnaðarfundir að sjá aftur dótturina sem var í dekri hjá ættingjum á Íslandi og kom ekki með til… Meira
22. apríl 2010

Fagnað of snemma

Ég veit ég á ekki að hlæja að óförum annarra en ég gat ekki stillt mig.      Það er gott að vera með keppnisskap en mér  finnst ekki beint íþróttamannslegt af þeim sem kemur næst að taka af honum sigurinn undir þessum kringumstæðum, hefði frekar beðið eftir honum við línuna og hlegið með.  Meira
21. apríl 2010

Ofuráhersla á ranga grein?

Sama hvaða vegalend í eða í hverju þú hyggst keppa þá skalltu passa að hafa æfingarnar í samræmi við markmiðið. Gott dæmi er kona sem ég var að hjálpa í morgun en hún er að fara í sína fyrstu sprettþraut í júlí. Hún æfir 6 klukkutíma á viku og skiptingin hjá henni   hefur verið eftirfarandi:   Sund 30 mín (1 æfing ) 8 %   af æfingatíma Hjól 2 klst   (2 x spinning) 34%… Meira
19. apríl 2010

Þeytivindan

Margir eru skelfingu lostnir yfir sundleggnum í þríþraut og  hér er smá myndbrot um dæmigert Ironman sundstart.   Ég er kanski stórskrítin en mér finnst þetta þvílík stemming og ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það þegar að mótshaldarar brjóta hópinn niður í marga rástíma til að dreifa keppendum. Auðvitað er mun léttara að synda þannig og fyrir byrjendur ekki spurning að velja… Meira
mynd
18. apríl 2010

Kleinuhringjafjölskyldan

Matur sem ég borða nánast aldrei eru meðlimir kleinuhringjafjölskyldunnar og tengdir aðilar. Þetta á við um allan djúpsteiktan mat eins og kleinuhringi, djúpsteiktar rækjur, kentucky, franskar kartöflur, kartöfluflögur og annað djúpsteikt. Til dæmis eru kleinuhringir djúpsteikt hvítt hveiti með sykri ofan á   þe. stútfullir af hitaeiningum og innihalda nánast engin næringarefni. Ótrúlegt að… Meira