Karen Axelsdóttir - haus
15. júlí 2010

Dagur í lífi atvinnumanns

Margir eru forvitnir að sjá nákvæma dagskrá hjá atvinnumönnunum. Hér kemur dagurinn í gær. 

Vaknað  kl 06:15 og borðaður morgunmatur, oftast banani,all bran, kaffi og djúsglas.

Sundæfing kl 07:00-8:30. Þó allir séu  að synda 1500 m -3800 metra í keppni þá er á æfingum lögð mest áhersla á 25  metra og 50 m spretti.  Spaðar og kafarabelti (án lóða) eru  einnig mikið notuð. Í gærmorgun var aðalsettið 50  x 25 metrar eins hratt of þú getur með  5 sek hvíld á milli -  12 x 100 m með spöðum með 10 sek hvíld og  svo 30 x 50 metrar með spöðum 5  sek hvíld. Með upphitun samtals 5200 m. Hann henti mér og tveimur öðrum "nýliðum" upp úr eftir 4000 m.  

Kl  9:00 aftur morgunmatur. Hafragrautur, músli, egg,  ávextir og  hrein jógúrt. 

Kl  9:30-10:45 Hvíld - flestir leggja sig í hálftíma, hlaupa í kjörbúðina og fá  sér svo ávexti fyrir næstu æfingu. Mikill fengur fyrir þessa matvörubúð að  hafa svona  átmaskínur í bænum!

Kl  11:15 Brekkusprettir á hjóli. Brekkan hérna efst í  bænum er nánast lóðrétt og menn eru að klifra hana 10 sinnum sem tekur um 4  mínútur og hvíla svo með því að renna aftur niður. Með upphitun og kælingu  samtals 90 mín. Í lokin stutt ísbað í brunninum við botninn á brekkunni.

Kl: 13:00  Hádegismatur. Heill poki af salati, afgangar frá  deginum áður, 2  rúnstykki með  kjötáleggi og kotasælu. Rauðrófusaft og kirsuberjasaft er drukkið eins og vatn.

Kl 13:45-15:00 Hvíld - flestir  leggja sig. 

Kl 15:30  2-3  tímar "steady"  á hjólinu.Strákarnir fór 75 km, stelpurnar 55 km. Allar hjólaleiðir eru svo hæðóttar að það eitt að hjóla þettabyggir upp mikinn styrk en alla þessa viku voru engar sérstakar hraðaæfingar áhjólinu heldur fóru þær hraðaæfingar fram í lauginni og á hlaupabrautinni.

Kl  18:30 Snarl - sána  - teygjur. 

Kl 19:30 Kvöldmatur. Oftast er eldað heima, bara eitthvað einfallt t.d tómat pasta með túnfisk eða kjúkling, fullt af spínati og grænmeti. Ef það er borðað úti þá pantar fólk sér 2 rétti t.d steik og heila pítsu og stórt salat með baunum. Ég  get borðað flesta karlmenn undir borðið en ég var eins og spörfugl við hliðin á  þessum stelpum. Það sem kom mér mest á óvart er að flestir fá sér 1-2 vínglös með matnum, en aldrei meira en það. Sem sagt allt er gott í hófi.

Kl  21:00 Heitt súkkulaði með rjóma og svo háttatími. Það  var ekki beint partýstemming  en þegar íþróttafólk æfir  í þessu  magni og í þessum aðstæðum dag eftir dag þá er uppsöfnuð þreyta mikil. Líkaminn  endurnýjar sig best með svefni og þeir sem ekki eru duglegir að leggja sig brenna víst fljótt út. Það er komin tími á mig að halda heim. Þessi dvöl er búin að vera á við ansi mörg þjálfaranámskeið og ég kem heim reynslunni ríkari fyrir ykkur hin :-) 

mynd
13. júlí 2010

Groundhog Day

Dvölin í ölpunum gengur vel en mér er farið að líða pínu eins og í kvikmyndinni Groundhog day þar sem eins og þið kanski munið var hver dagur var nákvæmlega eins. Ekki það að æfingarnar séu alltaf nákvæmlega eins heldur  er mynstrið æfa-borða-sofa-æfa-borða-sofa orðið nokkuð mikið af því góða en ég er ekki "leggja mig týpan" og þyrfti aðeins lengri aðlögun eða bara verða… Meira
11. júlí 2010

Aðstæður sem herða mann

Atvinnumennirnir hér   í ölpunum   æfa eins og ég vissi um 30 tíma á viku en   það sem ég hafði ekki alveg reiknað með  er hvað þeir æfa við marfallt erfiðari aðstæður  en t.d í London.Það er aðallega þrír áhrifaþættir sem hver og einn er nóg til að gera æfingu  erfiða og þeir eru.   1.Þynnra loft sem þýðir að það er minna súrefni í  loftinu þannig þú verður… Meira
10. júlí 2010

Næringarinntaka fyrir keppni

Núna á sunnudaginn 11. júlí fer fram  hálfur járnkarl í Hafnarfirðiog hefst keppnin kl. 8:30 við Ásvallalaug.
Vegalengdir eru: 1,9 km sund, 90 kmhjól, 21.1 km hlaup sjá upplýsingar um skráningu ofl. á hlaup.is oghttp://triathlon.is.   Þessi vegalengd hentar hægum sundmönnum og sterkum hjólamönnum mun beturen ólympísk þraut því sundleggurinn er bara 400 metrum lengri og hjólið… Meira
mynd
9. júlí 2010

Dagur 1 í Sviss

Fegurðin hér í ölpunum er svo ótrúleg að þetta er er eins og í fullkomnu málverki. Það var ótrúlega gaman að hitta allar þríþrautarstjörnurnar í dag en ég fékk þann heiður að vera á æfingu með Tim Don fyrrverandi heimsmeistara, Nicolu Spirig nýkrýndum Evrópumeistara, Jodie Swallow heimsmeistara long course, Rebekku Keat nr 2 á Ironman heimslistanum ásamt 12 öðrum sem öll eru á top 10 heimslistanum… Meira
mynd
8. júlí 2010

Bless Írland-Halló Swiss

Eftir fjóra daga af írskri sveitasælu (sjá myndir), fjölskylduknúsi og golfspili er heilsan allt önnur og ég er eins og nýsleginn túskildingur. Ótrúlegt hvað smá hvíld gerir mikið kraftaverk. Það verður ekki langt stopp heima í London   því á eftir fer ég  til Leysin í Swiss til að æfa með liði atvinnumanna sem æfir þar   undir leiðsögn Brett Sutton. Hann er fyrrverandi… Meira
mynd
7. júlí 2010

Silfur fyrir Ísland á Evrópumótinu

Evrópumótið í þríþraut fór fram núna áSunnudaginn í Athlone á Írlandi. Ég og Ólafur Marteinson vorum fulltrúarÍslands. Ég tók mér viku frí frá skrifum til aðhlaða batteríin hafa fókusinn í lagi en ég hef ekki náð mér almennilega uppsíðan um daginn og var hætt að lítast á blikuna eftir tæpar 3 vikur af kvefi,sleni og litlum æfingum. Það var ekki sjéns að ég myndi draga mig í hlé… Meira
29. júní 2010

79 ára og bætir heimsmet öldunga í Ironman

 Jæja fyrir ykkur þarna úti sem haldið að þið séuð orðin of gömul þá skuluð þið horfa á þetta. Konan Madonna Buder sem er 79 ára gömul setur hér heimsmet öldunga ( 75-79) þegar hún tók þátt í  Ironman Canada síðastliðið haust. Hún átti sjálf gamla metið sem hún setti þegar hún var 76 ára. Ekki slæmt að eldast ef maður verður svona.        … Meira
28. júní 2010

Hættum að hlunkast áfram og aukum flæðið

Til að hlaupa vel þá er lykilatriði að hafa gott flæði sem fæst aðallega með því að hafa háan skrefafjölda. Til að mæla   skrefafjölda (stride rate) á mínútu þá er auðveldast að telja  hversu oft annar fóturinn   lendir á jörðinni í   eina mínútu og margfalda með tveimur. Til dæmis sá sem lendir 90 sinnum á hægri fæti er með 90 x 2 = 180 skref á mínútu. Til einföldunar nota… Meira
25. júní 2010

Keppnishraði "auðveldari"

 Hér er   sett sem ég gerði í gær sem hjálpar þér að finnast  keppnishraði "auðveldari"   Vertu á hlaupabraut og reiknaðu hraðann   sem þú þarft að hlaupa hvern hring á miðað við draumatímann þinn í næsta  hlaupi. Þú getur slegið inn tímann þinn  til að vita   hvað það þýðir fyrir hvern 400 m hring,   800 m og 1 km   sjá:  … Meira