Karen Axelsdóttir - haus
24. júní 2010

Taka hjólið með?

Sæl Karen, ég bý á austurströnd  USA og er að fara að taka þátt í þríþraut í Kaliforníu . Ég er að spá hvort ég eigi að taka hjólið mitt með flugleiðis eða leigja mér hjól á staðnum?

 

Svar:  Ég sjálf og flest hjólreiðafólk erum kanski ekki rétta fólkið til að svara svona spurningu því  við eru svo sérvitur að okkur finnst það að leigja hjól líkt og að fá lánaðar nærbuxur hjá einhverjum og druslum þess vegna hjólinu okkar með út um allar trissur ..oft að óþörfu og með tilheyrandi kostnaði!  Næst þegar þú ert á flugvelli og sérð einhvern með tösku á stærð við líkkistu þá geturðu nánast bókað þetta er hjólataska en vegna stærðar töskunar, þæginda og kostnaðar er vert að velta fyrir sér hvort stundum  sé betri kostur að leigja hjól.  Hér eru nokkrir punktar sem geta hjálpað þér að taka ákvörðun. 

Ef þú átt hjólatösku eða hjólapoka og þarft ekki að ferðast neitt annað med hjólið þá myndi ég sennilega taka hjólið með, sérstaklega ef þú ert að keppa um að ná ákveðnu sæti eða ákveðnum tíma. Einnig ef þú ef keppnin er lengri en 1,5 klst á hjólinu þá skaltu hiklaust taka þitt eigið hjól þar sem  þú ert vanur uppsetningu, hnakki og stillingum á því.

bikeboxEf mótið er stutt og meira til skemmtunar og ef það er auðvelt að góð leigja hjól á staðnum þá myndi ég sennilega gera það. Einnig ef þú ert að ferðast um milli nokkurra staða þá er algjör baggi að hafa hjólatösku í eftirdragi nema þú getir t.d geymt hana á flugvellinum eða annars staðar  gegn vægu gjaldi. Varðandi kostnað þá getur verið dýrt að ferðast með hjól. Þú þarft að borga aukalega með flestum flugfélögum  (hér 25 pund aðra leið) og svo kemst hjólið ekki inní venjulegan leigubíl (víða erlendis leggja leigubílar ekki niður sæti og stærri leigubílar kosta meira) þannig þú þarft annað hvort station bíl eða minivan sem er auðvitað dýrara hvort sem þú tekur leigubíl eða leigir bíl. Annað varðandi að leigja hjól er að þú losnar við að pakka hjólinu og skrúfa það í sundir en  byrjendur eru gjarnan klaufar við það og sjá fram á að hafa áhyggjur af því að setja það rétt saman osfrv. Það er eitthvað sem kemur samt fljótt með æfingunni. Ég var hálfan dag að pakka hjólinu mínu í fyrsta skipti en er hámark 15 mín að því í dag.

Ef þú leigir hjól þá skaltu athuga fyrirfram hvort leigan/hjólabúðin eigi ekki hjól á lager í þinni stærð. Vertu líka viss um að leigan sé mjög nálægt þér svo það taki ekki hálfan dag að redda hjólinu. Taktu með þína eigin smellupedala og skó. Taktu einnig með flöskuhaldara, viðgerðarpokann þinn, allen lykil  og "aero bars" ef þú átt þau. Áður en þú leggur í ferðalagið, skrifaðu niður hæðina á sætinu og bilið milli sætis og stýris á hjólinu þínu þannig þú getur stillt leiguhjólið strax í rétt hlutföll og þarft ekki að eyða tíma í það. 
22. júní 2010

Stuðningur frá maka

Ofurkonan mætti því miður ekki samkvæmt pöntun á laugardaginn og ég þurfti að bíta í það súra epli að sleppa úrtökumótinu þar sem ég var ennþá hálf slöpp á keppnisdag.   Ágætt að maður sé aðeins farinn að læra af reynslunni en það að keppa í rúmar 2 klst á nánast 100% álagi allan tímann kostar eins og segir marga daga í rúminu ef heilsan er ekki í lagi.          … Meira
mynd
19. júní 2010

Fótboltapælingar

Ég er nú ekki mikill fótboltaaðdáandi   en þar sem   það er nú heimsmeistarmót þá geri ég undantekningu og fylgist með mínum heimamönnum, Englendingum. Í gær mættu Englendingar Algeríu og var hálf breska þjóðin límd við skjáin. Mikið skelfilega var þetta leiðinlegt að sitja 90 mínútur + 15 mínútur í pásu og það gerðist nákvæmlega ekki neitt, en leikurinn endaði 0-0. Ég sé mest eftir að… Meira
mynd
18. júní 2010

Ofurkonan óskast

Á morgun er úrtökumót fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Búdepest   í   September. Ég er búin að hlakka mikið til því þarna verða margir stórlaxar t.d núverandi heimsmeistari í tvíþraut (hlaup-hjól ) ...eins gott að hún sé ekki góð í sundi líka og svo allar bestu stelpurnar hér í UK. Völlurinn hentar mér líka vel en   hjólabrautin er 42 km og hæðótt þannig að ég hef meiri… Meira
16. júní 2010

Hvíldarvika

Það voru margir  sem komu af fjöllum þegar ég minntist á hvíldarviku í gær. Í úthaldsíþróttum og   mörgum íþróttagreinum eru æfingaprógröm  byggð upp þannig að þú eykur     æfingaálag um tæp 10% milli vikna og minnkar svo niður í 60-70% fjórðu  vikuna til að leyfa líkamanum að jafna sig og    hvíla hugann. Dæmi um þetta er að hjóla  10 km viku… Meira
mynd
15. júní 2010

Fyrirspurn um þreytu, æfingar og fæðubótarefni.

Við erum tveir sem erum að æfa fyrir okkar fyrsta hálf maraþon, báðir svo sem í fínu formi þar sem við stundum íþróttir og líkamsrækt en allt umfram 10 km er mjög “óvenjulegt” fyrir okkur. Ég hef alltaf verið á móti því að taka inn prótein og slíkan duft mat hingað til en núna finnst ég þurfa að skoða það betur þar sem ég er   að upplifa mig sífellt meira “þreyttan”.… Meira
mynd
14. júní 2010

Þvílík helgi!

Vá hvað það var skemmtilegt í Bláalónsfjallaþrautinni í gær. Ég var bara í örstuttri þéttskipaðari heimsókn á landinu en þegar  þeir hjá Erninum buðust til að lána mér hjól þá var ekki sjéns að  missa af þessu. Þetta var fjölmennasta  hjólreiðamót á Íslandi frá upphafi og alls 343  brosandi andlit sem hófu keppni, flestir í 60 km en keppt var í bæði 40 km og 60 km… Meira
10. júní 2010

Vöðvatröll í sparikjól

Ég er að fara í brúðkaup um helgina sem er  ekki í frásögur færandi nema hvað ég þurfti auðvitað redda mér sparikjól. Það  besta við að búa í Bretlandi er að Bretar eru upp til hópa algjörlega  smekklausir og ég kemst upp með að vera í gömlu druslunum mínum og þyki bara  helvíti fín. Skrítið hvað áhuginn    breytist en áður  en ég byrjaði í sportinu þá fannst mér… Meira
9. júní 2010

Hvíla eða æfa milli móta?

Þegar þú ert að keppa helgi eftir helgi þá er oft erfitt á að á kveða hvernig á að haga æfingum og hvíld   dagana á milli móta. Til að tækla það þá þarftu að vera með á hreinu hvað mót skipta   þig mestu máli. Í upphafi tímabils þá flokka ég mín mót í A-B og C mót.   A mót eru mót sem ég þrepa mig (minnka æfingar og hvíli)  vel niður fyrir og fyrir 2010 hjá mér eru… Meira
mynd
7. júní 2010

Taktík

Sá sem vinnur er ekki endilega alltaf sá hraðasti eða besti heldur stundum sá sem spilar   rétt úr spilunum. Það er gaman að spá í mismunandi taktík í ólíkum íþróttagreinum. Til dæmis sjáum við hvernig handbolta menn taka lykil leikmenn gjarnan úr umferð eða spila inná mismunandi leikkerfi   eftir því hvað þeir telja að virki best á andstæðinginn hverju sinni. Hóphjóleiðar eru einnig… Meira