Karen Axelsdóttir - haus
6. júní 2010

Gull í Bretaveldi

2010 JuniUK 099Það var heldur betur stór dagur í dag. Mér tókst að næla í gullverðlaun á breska meistaramóti áhugamanna  í 1/2 ólympískri þríþraut (750 m sund/20 km hjól / 5,0 km hlaup en var reyndar 5,5 km að þessu sinni). Alls luku 633 keppni og þarna var saman komin rjómi Bretlands í öllu aldursflokkum sjá úrslit hér http://www.big-cow.com/public/results.aspx?raceid=956.    Ég fór auðvitað í keppnina með það fyrir augum að sigra og var með vel útplanaða keppnis strategíu en þó ég segi sjálf frá þá er ég agndofa yfir úrslitunum. Ég bætti stórbætti tímann minn frá því í fyrra var að vinna stelpur sem hingað til hafa unnið mig t.d á sama móti í fyrra og á Heimsmeistarmótinu 2007 þannig það er greinilegt að  reynslan, leynivopnin og löngu hræðilegu æfingarnar í vetur eru að skila sínu.

Ég var fyrirfram  bjartsýn á að vinna minn aldursflokk en að ég skyldi ná að vinna  heildarkeppnina og það svona skömmu eftir Ironman keppni er ævintýri líkast. Síðan ég lauk Ironman hefur allt miðast við að komast aftur á lappir og byggja aftur upp hraða en eins og flestir vita er himin og haf á milli þess að undirbúa sig undir keppni í  stuttum eða löngum vegalengdum og erfitt að  sameina góðan árangur í báðu. Eftir Ironman keppni situr þreytan lengi í líkamanum og flestir sem æfa fyrir svoleiðis keppni gera ekki sprettæfingar svo mánuðum skiptir en sprettæfingar skipta öllu máli fyrir velgengni í styttri vegalengdum. Ég hef því undanfarnar vikur treyst algjörlega á að grunnurinn sé í lagi, einbeitt mér að stuttum og snörpum æfingum og hugsað um hverja æfingu sem  ,,gæði umfram magn" .

Það var líka mikið að gerast í íþróttinni heima á Íslandi en þar var haldin ólympísk keppni í Hafnarfirðinum og búist við spennandi keppni. Það verður gaman að fá fréttir af því.  En nú er það freyðivínið og svo auðvitað æfing kl 6 í fyrramálið.

P.s. ekkert smá gaman að svara aðeins fyrir litla Ísland sem margir Bretar halda að sé bara auralaus aska  :-)

mynd
4. júní 2010

Upphitun fyrir hlaup og önnur mót

 ,,Ég þarf ekki að hita upp þetta er hvort eð er  alveg nógu langt “ er setning sem ég heyri oft þegar fólk er að taka þátt í  hlaupum og úthaldsíþróttum. Ef markmiðið er bara að komast í gegnum þetta hvort  sem það er 5 km skemmtilskokk eða annað þá get ég   fallist á það   að þú hitir ekki upp svo lengi sem þú ferð fyrstu 10-15 mínúturnar áupphitanarhraða. Ef… Meira
mynd
3. júní 2010

Mæla árangur

Það var frábær stemming á hjólakeppninni í gærkvöldi. Mótið gekk vel og margir voru að bæta sig, sérstaklega nokkrir nýliðar sem sumir söxuðu hátt í 4 mínútur af tímanum sínum frá Íslandsmótinu sem var á sömu braut í ágúst 2009. Ég bætti Íslandmet mitt frá því í fyrra um 1 mín og 18 sekúndur en hægt er að sjá nánari umfjöllun, myndir  og úrslit á http://hfr.is/ Það er fátt sem gleður mann… Meira
mynd
1. júní 2010

Hvað er tímakeppni "time trial"

  Hjólamenn halda  tímatökukeppni   á morgun 2. júníkl. 20 á Krýsuvíkurvegi. Ég verð þarna á staðnum og   hlakka til að sjá sem flesta. Hjólaðir verða 20 km áKrýsuvíkurvegi og hægt að sjá upplýsingar um leiðina,  skráningu ofl. á http://www.hfr.is/  .     Tímakeppni í hjólreiðum er eins og nafnið bendir til keppni við  klukkuna þar sem sá sem  … Meira
31. maí 2010

Aumir bossar

Flestir sem prófa hjólreiðar í fyrsta skipti kvarta yfir aumimdum í rassi.   Meira að segja þaulvanir hjólamenn  lenda í þessu af og til, sérstaklega ef   hjólað er lengur en venjulega eða efhjólað er samfellt marga daga í röð. Góðu fréttirnar eru að   ef þú velur hnakk sem passar fyrir þig,  notar púðabuxur og sýnir smá fyrirhyggju þá tilheyrir   þetta vandamál… Meira
mynd
30. maí 2010

Missa dampinn

Í gær var æfing með ensku "youth" akademíunni eru það eru unglingar 15-21 árs í afreksprógrammi Englands sem koma saman eina helgi í mánuði og æfa með okkur. Þetta eru allt afburða íþróttamenn ýmist í eða á leiðinni í atvinnumensku. Ég er venjulega á hliðarlínunni í sundinu og þjálfa með James en í þetta skiptið vildi hann láta mig æfa með þeim. Við vorum komin ofan í stöðuvatnið kl… Meira
mynd
28. maí 2010

Spara ferðatíma og leigubílinn?

Það kemur sér oft vel að vera í góðu formi  og til að losna við umferðina hér í London þá hjóla ég flestra minn ferða á  daginn. Þannig spara ég mér amk klukkutíma á dag. Ég hef ekki alveg kunnað við  að taka "lúðann á þetta" á kvöldin enda oftast með öðru fólki og í  mínu betra pússi. Í gærkvöldi skelltum við hjónin okkur á  John Mayer tónleika hér á… Meira
mynd
26. maí 2010

Athugasemd um þyngd

Ég fékk alveg magnaða ábendingu varðandi pistil minn um keppnisþyngd sem ég fékk leyfi höfundar til að birta.   Sæl Karen, ég var að lesa pistilinn þinn um keppnisþyngd og eins og þú sjálfsagt veist þá er þetta umræðuefni eitthvað sem snertir mig. Þó ég sé þér að mestu leyti sammála og veit að þú ert að miða við sjálfa þig og afreksfólk þá er ég samt   pínu hrædd um að skilaboðin gætu… Meira
mynd
25. maí 2010

Undirbúningur fyrir hjólaferð

Það hafa nokkrir haft samband við mig sem eru að fara í hjólaferðir sem spanna nokkra daga. Einn þeirra er að fara í 300 km hjólatúr sem er dagana 19-20 júní og var að spyrja mig um æfinga ráð og hvernig hann getur æft og  bætt tækni/hraðann þangað til þá. Aðrir sem eru að fara í svona túra geta eflaust nýtt eitthvað af þessu eða   fengið nýjar hugmyndir varðandi æfingar. Svar:… Meira
mynd
24. maí 2010

Ekki bara steinsteypa

Flestir Íslendingar sem þola ekki London   hafa komið hingað, gist á hóteli í miðbænum og verið mest á Oxford Street eða High street Kensington. Fólk spyr mig oft hvernig ég get búið hér og sérstaklega hvernig   það er hægt að æfa hér.   Þó borgin sé afar "busy" og umferðin skelfileg þá er eitt sem hún hefur umfram Reykjavík og flestar aðrar borgir varðandi lífsgæði og… Meira