Karen Axelsdóttir - haus
22. maí 2010

Múrsteinsæfing

brickÞað kallast BRICK session þegar við blöndum saman tveimur greinum. Það að hlaupa eftir að hafa hjólað er gjarnan líkt við það að hlaupa með múrsteina  og kanski þess vegna kallað "Brick". Maður venst þessu smám saman og þetta verður mun bærilegra með tímanum en þeir sem finna ekki fyrir þreytu á hlaupunum eru einfaldlega ekki að taka nóg á því á hjólinu. Það er afar persónubundið hversu mikið hægar fólk hleypur í þríþraut mv. venjulega en fyrir flesta vana hlaupara er óhætt að smyrja 60-90 sek á 5 km tímann þinn og 2-3 mín á 10 km tímann. Fyrir byrjendur er munurinn oftast meiri, sérstaklega fyrir 10 km eða lengri hlaupaleggi.

Venjulega geri ég sund-hlaupa brick á laugardögum allt árið í kring en blanda hjólinu og hlaupum ekki saman fyrr en nær dregur mikilvægum mótum. Þreytan hefur bein áhrif á hlaupatæknina sem þýðir að fólk ýmist dettur niður á hælana, fer að skjóta út mjöðmum osfrv. en ef tæknin er ekki í lagi þá er hættan á álagsmeiðslum gríðarleg.

Ef þú villt gera hjóla-hlaupa oftar þá er gott ráð að snúa þessu við við þ.e. hlaupa fyrst og hjóla svo eða hafa hlaupin bara mjög stutt 5-10 mín en t.d það að hjóla í 3-4 tíma og hlaupa svo í klukkutíma  eins og margir gera fyrir lengri vegalengdir er að mínu mati örugg ávísun á meiðsli. Svoleiðis æfingar taka líka mikinn toll og klippa  af gæðum komandi æfingaviku en það þýðir ekki að keyra sig út eina æfingu og vera svo úrvinda næstu 2-3 daga. Annað sem hægt er að gera er að hjóla og hlaupa hratt á víxl t.d hjóla 6 mín - hlaupa  2 mín og endurtaka það 4 - 6 x eða í hámark 50 mín en við það að endurtaka skiptinguna svona oft venurðu líkamann fljótt og án mikillar meiðslahættu á hvernig það er að hlaupa eftir hjólalegginn. Ef þig vantar að lengja æfinguna fyrir keppni í lengri vegalengdum (1/2 IronMan og IM) þá geturðu frekar hjólað áfram eftir Brick æfinguna fremur en að hjóla lengi og hlaupa svo.
mynd
21. maí 2010

Skiptir keppnisþyngd máli?

 Keppnisþyngd er sú þyngd sem bester að vera í til að ná hámarksárangri í tiltekinni íþróttagrein. Það er afar mismunandi  eftir íþróttagrein hvaða þyngd hámarkar árangur. Í sumum íþróttagreinum er   betra að vera í þyngri kantinum t.d     kraftlyftingar menn og ákveðnir leikmenn í amerískum fótbolta. Meðan að  í öðum t.d langhlaupum, ballet og fimleikum er… Meira
mynd
19. maí 2010

Talandi um niðurlægingu?

Til að koma mér uppá  næsta þrep í sundinu þá   ætla ég að  synda með sundfélagi einu sinni   íviku og var fyrsta æfingin í gær. Flest þríþrautar fólk syndir hámark 3 x  íviku þar sem aðrar æfingar vega mun þyngra þannig það gefur auga leið að við  eigum ekki roð í sundfólkið sem syndir 5-10 sinnum í viku...ekki rekar en það  hefur roð í okkur hvað varðar… Meira
mynd
18. maí 2010

Kópavogsþrautin

  Það var met þátttaka og komust færri að en vildu í Kópavogsþríþraut (400 sund/10 km hj ól/2,5 km hlaup ) sem fór fram núna á sunnudaginn. Ég óska óska öllum til hamingju með árangurinn og sérstaklega nýliðunum en þarna var fjöldi fólks að taka þátt í fyrsta sinn.  Sjá öll úrslit og myndir á   http://triathlon.is/     JárnkarlinnTorben Gregersen   og   Ólafur… Meira
17. maí 2010

Meirapróf í skipulagningu

Ég hef núna verið grasekkja síðustu 10 daga og þá fyrst reynir á skipulagningu og sveigjanleika við æfingarnar en þar sem ég bý erlendis þá er því miður engin mamma   eða tengdó sem getur hjálpað mér með börnin. Það er nokkuð ljóst að ég vinn ekki mót með því að sitja úti á róló eða spila ólsen ólsen allan daginn þannig ég þarf oft að virkja börnin mín   sem eru 7 og 8 ára í alls… Meira
16. maí 2010

Viltu enda svona?

Fyrst ég var að hrópa varnaðarorð núna fyrir helgi til þeirra  sem eru ekki að sinna Ironman  undirbúningi sem skildi þá get ég sýnt ykkur hér myndbrot sat verulega í mér og sem hélt mér á tánum á verstu stundum. Ég man sérstaklega eftir einni æfingu þar sem kuldinn lék mig grátt og ég var alveg aðframkomin af þreytu og vonleysi eftir 4 1/2 tíma úti á hjólinu.… Meira
mynd
14. maí 2010

Ertu á áætlun??

Það eru 20 íslendingar að taka þátt í Ironman í Kaupmannahöfn um miðjan ágúst. Því var hvíslað að mér að nokkrir væru enn þá bara að æfa 4-6 tíma á viku. Ég vona svo sannarlega að það sé ekki rétt og fólk  sé í rauninni límt við túrbo þjálfann heima hjá sér þegar enginn sér til eða úti að hlaupa í skjóli nætur :-) Miðað við 13 vikur til stefnu þá ættuð þið að vera að hjóla amk 4 klst í langa… Meira
mynd
13. maí 2010

Hjólaæfingin mín í kvöld

Upphitun   27 mín 10 mín upphitun rólega í léttum gír ( rpm/cadence 90).   20   x   45 sek á öðrum fæti í miðlungs gír. Hvílir 15 sek á milli með því   að hjóla með báðum og víxlar svo fótum.   1 mín hvíld mjög rólega í   léttum gír   1   x   5   mín vaxandi álag.   Ef þú ert á æfingahjóli t.d í World Class þá byrjarðu í gír 11… Meira
mynd
12. maí 2010

Fyrstu fótsporin

Margir eru að feta fín fyrstu fótspor í stuttri þríþraut sem fer fram í Kópavogslaug kl 9:30 núna á sunnudaginn. Vegalendirnar eru afar byrjendavænar eða sund 400 metrar,   hjól 10,4 km og hlaup 2,5 km þannig ef þig hefur einhvern tíman langað að prófa en óttast vegalendirnar þá er þetta frábært tækifæri. Ég hef fengið nokkra pósta þar sem fólk er að spyrja mig nánar útí fyrirkomulagið, í… Meira
mynd
11. maí 2010

Evrópumót í Crossfit

Dagana   8. -9. Maí síðastliðinn fór fram Evrópumótið í Crossfit í Svíþjóð.   Geir Gunnar Markússon skrifaði mér   umfjöllun um mótið og er það mín ánægja að deila hluta af því hér   þar sem ég veit að mörg ykkar hafið verið að prófa ykkur áfram í   þessarri   ungu   íþrótt.           Í Crossfit   er keppt er í  … Meira