Karen Axelsdóttir - haus
10. maí 2010

Spurning um öndun

Sæl Karen. Ég hef verið að hlaupa nokkuð reglulega frá því síðasta haust og er undirbúa mig fyrir Laugavegshlaupið.  Hef verið að velta nokkrum atriðum fyrir mér varðandi öndun. Í upphafi hlaups reyni ég að anda með nefinu, einhver sagði mér að gæti maður það þá væri það merki um að maður væri ekki að ofkeyra sig. En við aukna áreynslu þá þarf ég alltaf að skipta yfir og anda með munninum til að fá nóg súrefni.  Finnst þér þetta skipta einhverju máli? Ég á erfitt með að venja mig á þetta. Hvað er best að gera við því?   Ég þekki ekki alveg rannsóknir sem liggja á bakvið neföndun og æfingar en get sagt þér að ég anda á hlaupa og hjólaæfingum  og í keppni eingöngu inn í gegnum nefið og út í gegnum munninn. Með því að anda í inní gegnum nefið finnst mér ég ná miklu dýpri öndun og næ líka að slaka betur á. Ég var  að fylgjast með hjólreiðakonu í morgun sem var í VO2 Max prófi. Þegar ég sá spurningu þína  fór ég að fikta við tæki þarna sem mælir súrefnismettun í blóði. Þegar ég andaði venjulega var mettnunin 98% en þegar ég andaði inn með nefinu hægt og djúpt og stýrði útöndun í gegnum munn þá var hún föst í 99% og poppaði uppí 100% við lok innöndunar. Tilviljun? Þetta er allt spurning um súrefni, þannig ef þú getur aukið súrefnisupptöku með réttari öndun þá er ekki spurning að gera það.         

Mörgum finnst erfitt að venjast því að anda inn um nefið og niður í kviðarhol. Það tekur tíma að venja sig á það en köfnunartilfinningin er aðallega að því að þú ert ekki alveg slakur og andar ekki nógu djúpt. Þegar þú ofreynir þig þá ertu ekki slakur og getur ekki einbeitt þér að anda inn um nefið þannig ég er sammála þeim sem benti þér á ofreynsluþáttinn í spurningu þinni.  Ef þú villt flýta verulega fyrir lærdómsferlinu þá geturðu kíkt í nokkra jóga tíma (grínlaust). Æfðu þig dags daglega þegar þú mannst en þeim meira sem þú gerir þetta þeim auðveldar verður það á æfingu. Löngu hlaupaæfingarnar eru góðar til að æfa öndunina því þá er hraðinn ekki mikill og auðveldara að halda einbeitingu. Ef það gengur illa þá geturðu prófað að hægja aðeins á þér.  Reyndu að smám saman auka tímann sem þú gerir þetta og áður en þú veist af þú ertu farin að gera þetta ósjálfrátt og þvílíkur munur. Þú munt sérstaklega finna mun við það að æfa í köldu veðri og losnar endanlega við "kalt í lungunum" tilfinninguna. 

mynd
9. maí 2010

Mótaröðin er byrjuð

Í dag var keppni í London League mótaröðinni. Þar er keppt á nokkrum mótum yfir keppnistímabilið   í   þríþraut, tvíþraut og Aquathlon (sund og hlaup ). Þessi mót skipta talsvert miklu máli þar allir sterkustu íþróttamennirnir úr yfir 20 liðum koma saman og mikið í húfi varðandi styrki og verðlaun.   Í dag var keppt í Aquathlon og var vegalengdin 600 m sund og 9.6 km hlaup . Ég er… Meira
8. maí 2010

Laugardagsæfingar

Á laugardögum tek ég oftast langar sundæfingar og löng hlaup saman. 1. Sund t.d garpaæfing. Laugardagsæfingarnar eru svokallaðar "langar sundæfingar" þ.e. við syndum í 75-90 mín í stað 60 mín.   Aðalsettin eru lengri   og rólegri t.d 400 m-600 m til að byggja úthald. Ég myndi miða   við að synda   í heildina 3000 m fyrir ólympíska þraut, 3500 m fyrir hálfan járn karl… Meira
7. maí 2010

Hvernig finn ég þjálfunarmörk mín fyrir púlsmæli?

Til að finna þjálfunarmörk   "Target heart   zone "   sem ég vitna stundum í   þá   þarftu að vita   hámarkshjartslátt   "Max Heart Rate".   Nákvæmast er ef þú tekur 6 mín (eða 12 mín) hlaupapróf og miðar útreikninga við hámarkshjartslátt skv. púlsmæli úr því prófi. Hitaðu vel upp eða amk 15 mín og taktu nokkra stutta spretti, hlauptu svo… Meira
mynd
6. maí 2010

Ný "recovery" lausn?

Í gegnum árin hefur það verið mikið gleðiefni hjá vinkonunum þegar þeim tekst að draga mig í aerobik tíma eða eitthvað álíka þar sem ég er oftast svona 5 sekúndum eftir öðrum   í sporunum. Ég læt þetta auðvitað bara gerast á nokkurra ára fresti   enda fæ ég að heyra þær   rifja upp ófarir mínar við regluleg tilefni og dynjandi hlátursköll. Ég ákvað að brjóta reglununa   og… Meira
mynd
5. maí 2010

Kvef og æfingar

  Sæl Karen. Hvað gerir þú þegar þú færð kvef,   slím   í lungun og þannig ?   Ég er með þetta núna, maður getur ekki neitt og ég verð móður um leið.    Þumalputtaregla er að ef einkennin eru fyrir ofan háls og þér líður ágætlega þá er allt í lagi að æfa ef þú   minnkar álagið t.d forðast sprettæfingar og erfiðar lyftingar. Hins vegar ef einkennin eru fyrir neðan… Meira
mynd
4. maí 2010

Snör handtök en enginn brussugangur

Hér eru nokkur atriði sem munu stytta hjá þér skiptitímann. Ég set olíu á úlnliði og ökkla til að vera fljótari úr blautbúningnum. Á meðan ég er að hlaupa uppúr   og inná skiptivæðið þá klæði ég mig úr gallanum að ofan og tek af mér sundgleraugun og sundhettuna. Ég er í heilgalla undir blautbúning   sem ég get bæði hjólað og hlaupið í og syndi með númerabeltið undir blautbúningnum. … Meira
3. maí 2010

Plan fyrir sprett og ólympíska þraut

Ef ég byggi í Reykjavík eða nágreni og væri að undirbúa mig undir keppni í þríþraut (sprett eða ólympískri vegalengd) þá myndi ég haga æfingum svona á mánudögum og þriðjudögum. Ef þú býrð annars staðar þá myndi ég miða við hvað er í boði varðandi skipulagðar æfingar og víxla dögunum eftir  því.    Mánudagur   1. Hlaup tempo og styrktaræfingar fyrir vinnu eða í hádeginu.Getur… Meira
2. maí 2010

Skiptisvæðið (transition)

Í mörgum fjölþrautargreinum þurfa keppendur að skipta á milli greina í miðri keppni án þess að tíminn   sé stoppaður.   Í þríþraut syndirðu fyrst og þarft eftir sundið að fara úr blautbúningnum og koma þér á sem skemmstum tíma á hjólið.   Það krefst þess að þú sért í heilgalla innanundir, setjir á þig hjálm, númerabelti   og hjólaskó (ef þú notar hjólaskó ) . Eftir hjólalegginn… Meira
mynd
30. apríl 2010

Synt í náttúrunni

Ég man ég horfði oft á  sjósundsgarpa í fréttum og hugsaði til þess með hryllingi hvað aumingjas fólkið væri að vesenast úti á rúmsjó syndandi milli fjarða og eyja. Ruglað lið! Í dag er ég dauðöfundssjúk útí sundmenn sem búa í Reykjavík, umkringdir 50 m sundlaugum og tærum sjó. Í sjónum upplifirðu ótrúlega sterk tengsl við náttúruna líkt og fjallgöngumaður gerir uppá fjallstoppi og fyrir… Meira