Karen Axelsdóttir - haus
2. maí 2010

Skiptisvæðið (transition)

Í mörgum fjölþrautargreinum þurfa keppendur að skipta á milli greina í miðri keppni án þess að tíminn sé stoppaður. Í þríþraut syndirðu fyrst og þarft eftir sundið að fara úr blautbúningnum og koma þér á sem skemmstum tíma á hjólið. Það krefst þess að þú sért í heilgalla innanundir, setjir á þig hjálm, númerabelti  og hjólaskó (ef þú notar hjólaskó). Eftir hjólalegginn þarftu svo að skila af þér hjólinu og hjálminum og drífa þig af stað í hlaupið.  Í styttri vegalendum skiptir höfuðmáli að vera nógu snöggur að skipta og úrslit ráðast ekki síður á því hvað keppendur eru fljótir að skipta. Þetta er mjög vanmetinn þáttur og þú sérð stundum keppendur sem hlaupa t.d 5 km á undir 19 mín eyða 1-2 mín í að skipta þegar í raun er hægt skipta á 30 sekúndum. Það er margra mánaða vinna að bæta svo góðan hlaupatíma um 30 sek en tekur þig kanski 2-3 æfingar í planinu heima hjá þér að bæta skiptitímann þinn um sama tíma.

Hér er bráðfyndið video um hvernig á EKKI að gera (mun fyndnara með hljóði) en það er algjört bíó að fylgjast með sumu fólki skipta eftir sundið og d;mi um að keppendur eyði  jafn  löngum tíma í það og í sjálft sundið.

 

 

Hér sjáið þið hvernig á að fara úr blautbúningnum á réttan hátt  en ég mun svo gefa ykkur mörg góð ráð um þetta efni síðar.