Karen Axelsdóttir - haus
3. maí 2010

Plan fyrir sprett og ólympíska þraut

Ef ég byggi í Reykjavík eða nágreni og væri að undirbúa mig undir keppni í þríþraut (sprett eða ólympískri vegalengd) þá myndi ég haga æfingum svona á mánudögum og þriðjudögum. Ef þú býrð annars staðar þá myndi ég miða við hvað er í boði varðandi skipulagðar æfingar og víxla dögunum eftir  því. 

Mánudagur

1. Hlaup tempo og styrktaræfingar fyrir vinnu eða í hádeginu.Getur t.d kíkt á aðra pistla þar sem ég hef skrifað hlaupasett og styrktaræfingar. Gerðu magaæfingar strax á eftir og teygðu á kálfum. Ef þú hefur tíma þá þá myndi ég gera styrktaræfingar.

Tips. Ég er stundum þreytt á mánudögum eftir helgaræfingarnar og á þá erfitt með að drífa mig af stað ef ein. Þá geri ég gjarnan lengri upphitun og styttri sett en hef þau aðeins fleiri t.d í staðinn fyrir 4 x 10 mín sett með 2 mín hvíld geri ég 6 x 7 mínútur með 90 sek á milli. Reyni líka að hugsa um bara eitt sett í einu.

Þriðjudagur

1. Sund kl. 06:30 - 07:30 á vegum ÞríR í Laugardalslaug - Innilaug. Rémi þjálfari einblínir á tækni og spretti.

2. Hjóla strax á eftir (ef ekki tímabundinn að mæta í vinnu) annars í hádeginu eða eftir vinnu. Hér til dæmis sett fyrir gymhjól. Upphitun (10 mín) 5 mín rólega, 5 x 15 sec keppnishraði og svo 45 sek rólega. Aðalsett (24-36 mín) 6 x 6 mín sett (2 mín rólega-2 mín keppnisálag-2 mín þyngri gír/klifur). Kæling 5 mín rólega.

Tips. Ekki eyða tíma í sturtu ef þú hjólar strax eftir sundið. Þú gerir það eftir æfinguna. Drífðu þig í hjólagallan nánast á laugarbakkanum eða hlauptu inn og skiptu. Getur þannig verið búin kl 08:35 eða fyrr. Frábært sund-hjólabrick!