Karen Axelsdóttir - haus
11. maí 2010

Evrópumót í Crossfit

Dagana  8. -9. Maí síðastliðinn fór fram Evrópumótið í Crossfit í Svíþjóð.  Geir Gunnar Markússon skrifaði mér  umfjöllun um mótið og er það mín ánægja að deila hluta af því hér  þar sem ég veit að mörg ykkar hafið verið að prófa ykkur áfram í  þessarri  ungu  íþrótt.        sveinbjorn Í Crossfit  er keppt er í  lyftingum, þolæfingum  (hlaupi, róðri, sippi, o.fl) og fimleikaæfingum.  Meðal annars er  notast við ólympískar lyftingar til að lyfta þyngdum, stangir, fimleikahringi, upphífingarstangir og ketilbjöllur.  Á þessu Evrópumóti tóku þátt 47 karlar og 16 konur sem kepptu um 6 laus sæti (3 efstu karla og 3 efstu konur)  fyrir Heimsleikuna í Crossfit sem fara fram í Kaliforníu í Bandaríkjunum í sumar.  Vinsældir Crossfit  á Íslandi eru gríðarlegar og sendi Ísland 12 fulltrúa á þetta mót, 6 í karlaflokki og 6 í kvennaflokki. Greinar mótsins í einstaklingsflokki voru :      Dagur 1.    Greinar  1 og 2

Innan 15 mínútna tímaramma þurfti keppandinn að hlaupa 2.5 km og klára eins margar yfir-haus lyftur (overhead anyhows) og hægt var þar til 15 mínúturnar voru búnar. Karlar með 70 kg stöng og kvenmenn með 50 kg stöng. Tíminn stoppaði aldrei í þessari 2 fyrir 1 æfingu.  Því hraðar sem hlaupið er því meiri tími gefst í lyfturnar.     Grein 3 20 Brjóstkassi í stöng - Upphífingar - 20 Pallahopp - 20 Tær í stöng - 100m overhead carry (80/60kg) - 20 Tær í stöng - 20 Pallahopp - 20 Brjóstkassi í stöng - Upphífingar     

Dagur 2.     Grein 4 á tíma: 400m hlaup3 umferðir af  15 power snatches (40/30kg) og  35 sipp með double-unders 400m hlaup    Grein 5 5 hringir á tíma: 5 réttstöðulyftur (120 /90kg)20 Hliðarhopp + Burpees.      anne mist Bootcampdrottningin Annie Mist Þórisdóttir (sjá mynd) stóð sig frábærlega á mótinu og stóð upp sem sigurvegari í kvennaflokki en hún  sigraði 3 af fimm greinunum og lenti í 2. sæti í hinum tveimur.   Samantha Briggs lenti í 2.sæti og svo röðuðu  íslenskar stúlkur sér í næstu sætin:  #3 Jenný Magnúsdóttir, #4 Ingunn Lúðvíksdóttir,  #5 Helga Torfadóttir og Erla Guðmundsdóttir.  Í karlaflokki var það kappinn Sveinbjörn Sveinbjörnsson (sjá mynd) sem háði harða baráttu við Blair Morrison allan tíman um 1 sætið.  Blair stóð uppi sem Evrópumeistari en Sveinbjörn var ekki langt á eftir honum, einungis munaði 27 sekúndum á þeim í síðustu greininni sem réði úrslitum.     Hvar er hægt að æfa Crossfit hérlendis?  Það er greinilegt að bootcamp æfingar eru góður undirbúningur fyrir þessi mót en þeir þrír íslensku einstaklingar (1 strákur og 2 stelpur) sem komust áfram á heimsmeistaramótið eru hreinræktaðir Boot Camparar. Sjá upplýsingar um æfingar á http://bootcamp.is/      Það eru 4 Crossfit stöðvar hérna á höfuðborgarsvæðinu og eru þær:  Crossfit Iceland í World Class á Seltjarnarnesi – Flyst í gömlu prentsmiðju Morgunblaðsins í Kringlunni í byrjun september,  Crossfit Sport  í Sporthúsinu  í Kópavogi,  Crossfit Reykjavík í Mosfellsbæ,  Crossfit Hafnarfjörður í Hafnarfirði. Auk þess geta allir sem vilja æfa samkvæmt Crossfit æfingakerfinu skoðað daglegar æfingar (WOD = Workout Of the Day) sem birtast á http://www.crossfit.is/ eða á heimasíðum Crossfit stöðvanna hérlendis. Þó er vert að benda á það enginn ætti að fara af stað í þessar æfingar nema að hafa góðan grunn í íþróttum og hvetjum við alla til að kynna sér vel framkvæmd æfinganna áður.       Ég óska þessu afreksfólki innilega til hamingju með árangurinn og ég hlakka til að fylgjast með frekari sigrum á erlendri grundu.