Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Viltu enda svona?
16. maí 2010

Viltu enda svona?

Fyrst ég var að hrópa varnaðarorð núna fyrir helgi til þeirra  sem eru ekki að sinna Ironman  undirbúningi sem skildi þá get ég sýnt ykkur hér myndbrot sat verulega í mér og sem hélt mér á tánum á verstu stundum. Ég man sérstaklega eftir einni æfingu þar sem kuldinn lék mig grátt og ég var alveg aðframkomin af þreytu og vonleysi eftir 4 1/2 tíma úti á hjólinu. Samkvæmt plani var æfingin 5 1/2 tími sem þýddi að ég þyrfti að halda áfram einn klukkutíma í viðbót  á æfingahjóli innandyra. Mér var svo kalt að ég gat ekki einu sinni  opnað hurðina hvað þá klætt mig úr gallanum. Þegar ég loksins komst inn blótaði ég  sjálfri mér í sand og ösku fyrir að vera svona heimsk að skrá mig í Ironman því tilhugsunin að setjast aftur á hjólið og halda áfram bara þennan eina klukkutíma var verri en orð fá lýst. Ég hringdi í James þjálfarann minn  og spurði hann hvort þetta skipti einhverju máli og hvort ég gæti ekki bara bætt þetta upp seinna. Ég kvarta nú aldrei þannig ég  bjóst við því að hann myndi aumka sér yfir mig í þetta eina skipti. Hann var ekki lengi að minna mig á að það er nákvæmlega á stundum sem þessum sem reynir á hvort maður komist í gegnum þetta eða ekki og hann minnti mig jafnframt  á myndbrotið fræga sem ég sýni hér....