Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Kópavogsþrautin
18. maí 2010

Kópavogsþrautin

kopsundÞað var met þátttaka og komust færri að en vildu í Kópavogsþríþraut (400 sund/10 km hjól/2,5 km hlaup) sem fór fram núna á sunnudaginn. Ég óska óska öllum til hamingju með árangurinn og sérstaklega nýliðunum en þarna var fjöldi fólks að taka þátt í fyrsta sinn.  Sjá öll úrslit og myndir á  http://triathlon.is/ 

 

kopstrakarJárnkarlinnTorben Gregersen  og Ólafur Marteinsson  voru í toppbaráttunni og hafði Torben betur. Járnkarlinn Steinn kom þar rétt á eftir en þessir kappar hafa verið í sérflokki hérlendis og skiptast á að vinna mót þ.e Steinn lengri vegalendirnar og Torben og Ólafur þær styttri. Vignir Þór Sverrisson varð fjórði  en hann keypti sér fyrst hjól  í fyrra og því ljóst að hann á mikið inni. Keppnin í karlaflokki var annars afar jöfn og næstu sex manns á eftir komu inn með stuttu millibili þannig að það verður spennandi að fylgjast með hvað gerist á lengri mótum í sumar.

kostelMér hlýnaði um hjartarætur að sjá hversu margar konur voru mættar til leiks.  Agnes Kristjánsdóttir sigraði  í kvennaflokki og var tæpum 30 sek á undan Maríu Ögn Guðmundsdóttur. Ásdís Kristjánsdóttir lenti í 3 sæti og Hulda Björk Pálsdóttir í því fjórða. Vignir Þór  skrifað um keppnina á vefsíðu sinni og má lesa um hana og fleira efni tengt æfingum hér:  http://vignirs.blogspot.com/ .  Mig dauðlangaði auðvitað að vera með og  næ vonandi 1-2 mótum þegar ég kem heim í ágúst. Ef harðsperrurnar eru að drepa þig þá mundu bara eftir gamla góða ísbaðinu. P.s skemmtilegt að sjá suma þarna bera að ofan með ekkert númerabelti, slíkt yrði DQ hér :-)