Karen Axelsdóttir - haus
19. maí 2010

Talandi um niðurlægingu?

swim_butterfly_77663956.jpg

Til að koma mér uppá  næsta þrep í sundinu þá ætla ég að  synda með sundfélagi einu sinni íviku og var fyrsta æfingin í gær. Flest þríþrautar fólk syndir hámark 3 x  íviku þar sem aðrar æfingar vega mun þyngra þannig það gefur auga leið að við  eigum ekki roð í sundfólkið sem syndir 5-10 sinnum í viku...ekki rekar en það  hefur roð í okkur hvað varðar hjólreiðar eða hlaup. Ég er mjög fínn sundmaður á  þríþrautarmælikvarða og bjóst við að allt þetta Ironman úthald sem ég er meðmyndi fleyta mér í gegnum þessa sundæfingu með sundfélaginu.

Ég get bara sagt að ég  hef aldrei lent í annarri  einsniðurlægingu Mér leið eins og  sökkvandi akkeri í miðjum höfrungahópi. Þegar þjálfarinn sagði svo eftir 3000 msund "ok næst er 4 x 200 mflugsund" þá hélt ég að það myndi líða yfir mig. 

Hvernig má það vera aðég nánast drukkna ef ég reyndi að synda meira en eina lengd af flugsundi? Ég  get synt 5-6 km skriðsund og gert100 armbeygjur en get ekki meðlifandi móti komist meira en 50 m í þessu skrítna sundi. Þarna voru nokkrar  pínulitlar unglingstelpur í hópnum sem geta varla gert eina armbeygju og þær  svoleiðis svifu áfram í bókstaflegri merkningu. Þetta sýnir enn og aftur hvað  sundið snýst umfram allt um góða tækni fremur en styrkleika.

Bretinn er svo kurteisað það þorði enginn  að hlæja að mér en mikið ótrúlega hlýtur þetta að hafa verið skemmtilegt  fyrir þau að sjá mig sjálfa Ironkonuna þarna másandi og blásandi. Ég ætla aðreyna að ráða bót á þessu en tips frá flugsundsmönnum eru vel þegin :-) Segið svo að ég viti ekki hvernig það er að vera byrjandi!