Karen Axelsdóttir - haus
21. maí 2010

Skiptir keppnisþyngd máli?

 Keppnisþyngd er sú þyngd sem bester að vera í til að ná hámarksárangri í tiltekinni íþróttagrein. Það er afar mismunandi  eftir íþróttagrein hvaða þyngd hámarkar árangur. Í sumum íþróttagreinum er   betra að vera í þyngri kantinum t.d   kraftlyftingar menn og ákveðnir leikmenn í amerískum fótbolta. Meðan að  í öðum t.d langhlaupum, ballet og fimleikum er afleitt að bera aukakíló.

john-daly-golfer.jpg

Það er líka mismunandi eftir íþróttagreinum hvaða  þyngd þú kemst upp með að vera í.  Mér bregður t.d alltaf þegar horfi á   stórmót í golfi en þar sér maður inná milli heimsklassa golfara með   bjórbumbu (sjá mynd). Þeir kanski komst upp með það en ég spyr mig ,,væru þeir ekki mun  betur settir án bumbunar"  þ.e.  myndu væntanlega eyða minni orku í að ganga völlinn og hefðu meiri orku  aflögu til að fókusa á   spilið. En það er nokkuð ljóst að maður sér ekki heimsklassa hlaupar í svoleiðis  líkamsástandi. Ef ég hugsa  þetta út frá  sundi, hjólreiðum og hlaupum þá  stangast þetta svolítið á. Þú kemst  upp með að hafa smá utan í þér í  sundi og hjólreiðum (á flatlendi) en ef þú ætlar að hjóla á fjöll eða hlaupa þá  munu öll aukakíló hægja á þér.   Keppnisþyngd er engin ein heilög tala og hver og einn verður að gera það  upp við sig hvar mörkin liggja en ef   í vafa þá er í flestum tilvikum betra að vera 2 kg of þungur heldur en 2  kg of léttur svo þú verðir ekki   orkulaus eða missir vöðvamasa. Flestar töflur um þyngd sem birtar eru  almenningi eru að mínu mati samt ansi vítt skigreindar en t.d er kjörþyngd  fyrir mig sem er 175 cm á hæð frá bilinu 56-76 kíló. Við erum að tala um heil   20 kíló sem samkvæmt stöðlum eru  mín kjörþyngd. Ég var 76 kíló í 2 mánuði þegar ég var bún að eiga börnin mín á sínum tíma og ég  get alveg sagt ykkur að ég hefði ekki getað hlaupið mjög hratt í þeim holdum en það hefði kanski verið "kjörþyngd" til að hefja sjósund án blautbúnings eða kúluvarp.

p1010683.jpg

Persónulega finnst mér ég ná bestum árangri með BMI í kringum 19.5-19.9 sem er í neðri mörkum þess sem kallast kjörþyngd. http://www.nhlbisupport.com/bmi/bmi-m.htm. En ég tek það fram að ég er að miða hér við topp keppnisform fyrir sjálfa mig en fólk stundar auðvitað þríþraut í öllum stæðrum og gerðum og þó sért mjór þá gerir það eitt og sér ekkert fyrir þig ef undirbúningur  er ekki sem skildi. Einnig þarf að hafa í huga að  BMI stuðull getur verið bjagaður fyrir fólk með mikinn vöðvamassa og því eingöngu  hér til viðmiðunar.