Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Múrsteinsæfing
22. maí 2010

Múrsteinsæfing

brickÞað kallast BRICK session þegar við blöndum saman tveimur greinum. Það að hlaupa eftir að hafa hjólað er gjarnan líkt við það að hlaupa með múrsteina  og kanski þess vegna kallað "Brick". Maður venst þessu smám saman og þetta verður mun bærilegra með tímanum en þeir sem finna ekki fyrir þreytu á hlaupunum eru einfaldlega ekki að taka nóg á því á hjólinu. Það er afar persónubundið hversu mikið hægar fólk hleypur í þríþraut mv. venjulega en fyrir flesta vana hlaupara er óhætt að smyrja 60-90 sek á 5 km tímann þinn og 2-3 mín á 10 km tímann. Fyrir byrjendur er munurinn oftast meiri, sérstaklega fyrir 10 km eða lengri hlaupaleggi.

Venjulega geri ég sund-hlaupa brick á laugardögum allt árið í kring en blanda hjólinu og hlaupum ekki saman fyrr en nær dregur mikilvægum mótum. Þreytan hefur bein áhrif á hlaupatæknina sem þýðir að fólk ýmist dettur niður á hælana, fer að skjóta út mjöðmum osfrv. en ef tæknin er ekki í lagi þá er hættan á álagsmeiðslum gríðarleg.

Ef þú villt gera hjóla-hlaupa oftar þá er gott ráð að snúa þessu við við þ.e. hlaupa fyrst og hjóla svo eða hafa hlaupin bara mjög stutt 5-10 mín en t.d það að hjóla í 3-4 tíma og hlaupa svo í klukkutíma  eins og margir gera fyrir lengri vegalengdir er að mínu mati örugg ávísun á meiðsli. Svoleiðis æfingar taka líka mikinn toll og klippa  af gæðum komandi æfingaviku en það þýðir ekki að keyra sig út eina æfingu og vera svo úrvinda næstu 2-3 daga. Annað sem hægt er að gera er að hjóla og hlaupa hratt á víxl t.d hjóla 6 mín - hlaupa  2 mín og endurtaka það 4 - 6 x eða í hámark 50 mín en við það að endurtaka skiptinguna svona oft venurðu líkamann fljótt og án mikillar meiðslahættu á hvernig það er að hlaupa eftir hjólalegginn. Ef þig vantar að lengja æfinguna fyrir keppni í lengri vegalengdum (1/2 IronMan og IM) þá geturðu frekar hjólað áfram eftir Brick æfinguna fremur en að hjóla lengi og hlaupa svo.