Karen Axelsdóttir - haus
24. maí 2010

Ekki bara steinsteypa

2010 MaiLondon 028Flestir Íslendingar sem þola ekki London  hafa komið hingað, gist á hóteli í miðbænum og verið mest á Oxford Street eða High street Kensington. Fólk spyr mig oft hvernig ég get búið hér og sérstaklega hvernig  það er hægt að æfa hér.  Þó borgin sé afar "busy" og umferðin skelfileg þá er eitt sem hún hefur umfram Reykjavík og flestar aðrar borgir varðandi lífsgæði og íþróttaiðkun. Það eru almenningsgarðarnir. Þeir eru út um allt og þar af eru þrír þeirra svo stórir að hægt er að stunda götuhjólreiðar og langhlaup án þess að maður verði geðveikur á því að fara í endalausa hringi.

2010AfmaeliTryggva 049Miðað við hvað við Íslendingar höfum mikið landrými þá ótrúleg synd að Reykjavík hafi engan svona garð.  Stígarnir við strandlengjuna eru mikil framför og Elliðárdalurinn og Fossvogurinn  yndislegir til að hlaupa í en þeir eru það mjóir að það yrði of hættulegt fyrir gangandi vegfarendur og aðra ef fólk færi t.d að stunda þar æfingar á götuhjóli . Miklatún og Öskjuhlíð eru líka fín en mér finnst ekkert þessara svæða bjóða uppá að vera eins konar "íþrótta Mekka" þar sem mismunandi íþróttaiðkendur og fjölskyldufólk gætu komið saman á. Ég held að fólk þurfi að upplifa stemminguna í þessum görðum til að vita hvað ég er að tala um. Vissulega er veðurfar hér heitara en það er svo magnað að finna andrúmsloftið sem skapast t.d hér í Richmond Park þegar tugir hlaupa klúbba, bootcamp hópar, göngufólk, hjólreiðarfélög, rúgby og knattspyrnufélög geta öll komið saman í sama garðinum og nóg pláss fyrir alla. Hringurinn hér í Ricmond Park er tæpir 11 km og fyrir gangandi vegfarendur er annar stígur sem er 12 km. Fólk flykkist hingað einnig í "picknic" og að til að viðra börnin sín en vegna stærðarinnar upplifirðu góð tengl við náttúruna og í garðinum eru meira að segja stöðuvötn og fjöldi villtra dádýra (sjá miðmynd). 2010AfmaeliTryggva 043  Miðað við hvað land er verðmætt í  London þá er einstakt að yfirvöld hafi á sínum tíma sýnt svo mikla forsjálni við að friða þessi stóru svæði en án þeirra væru lífsgæði fyrir borgarbúa allt önnur. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli og vona svo innilega að Reykvíkingar fái einhvern tíman að upplifa þetta í "eigin garði" án þess að þurfa að hoppa uppí bíl og  keyra upp fyrir Ártúnsbrekku eða uppí Heiðmörk.