Karen Axelsdóttir - haus
26. maí 2010

Athugasemd um þyngd

Ég fékk alveg magnaða ábendingu varðandi pistil minn um keppnisþyngd sem ég fékk leyfi höfundar til að birta.

Sæl Karen, ég var að lesa pistilinn þinn um keppnisþyngd og eins og þú sjálfsagt veist þá er þetta umræðuefni eitthvað sem snertir mig. Þó ég sé þér að mestu leyti sammála og veit að þú ert að miða við sjálfa þig og afreksfólk þá er ég samt  pínu hrædd um að skilaboðin gætu verið villandi fyrir fólk sem ekki er í kjörþyngd en langar að prófa þríþraut einhvern tímann í framtíðinni. triathletes Þyngdin skiptir miklu til varðandi árangur og hraða en þyngdin er ekki allt. Ég er til dæmis 15-20 kg yfir kjörþyngd og hef verið að keppa í þríþraut. Ég er kanski ekki að vinna mín mót en ég er samt alltaf einhvers staðar fyrir ofan miðju og eru þá flestar konurnar sem koma á eftir mér eru miklu grennri en ég. Þú nærð mestum hraða með því að æfa vel  en það að vera grannur gerir ekkert fyrir þig ef þú æfir ekki vel.  Sjálfsagt væri ég betri í íþróttinni ef ég væri léttari. En þríþrautin hefur hjálpað mér alveg ótrúlega og ég mun smám saman með hjálp íþróttarinnar komast í kjörþyngd. En eitt er víst að ég mun þó ekki fara niður í BMI 20 og hef heldur ekki áhuga á því.

En allavega mig langaði bara að vera viss um að ofþungt fólk haldi ekki að það eigi ekkert erindi í þríþraut. Þvert í móti þá er þetta frábær íþrótt fyrir fólk yfir kjörþyngd og ekki hægt að finna mikið betri leið eða betri félagsskap  til að komast í gott form.