Karen Axelsdóttir - haus
28. maí 2010

Spara ferðatíma og leigubílinn?

john-mayer_995120.jpg

Það kemur sér oft vel að vera í góðu formi  og til að losna við umferðina hér í London þá hjóla ég flestra minn ferða á  daginn. Þannig spara ég mér amk klukkutíma á dag. Ég hef ekki alveg kunnað við  að taka "lúðann á þetta" á kvöldin enda oftast með öðru fólki og í  mínu betra pússi. Í gærkvöldi skelltum við hjónin okkur á  John Mayer tónleika hér á Wembley Arena. Það er einn stór galli við að fara á  stórviðburði hér í borginni. Það  er umferðin  eða langur ferðatími ef lestarlínur liggja illa  saman en það tók okkur síðast á þriðja klukkutíma að fara þessa rúma 14 km til Wembley sem  er ekki hentugt þegar það er vinna og æfingar daginn eftir.

Áður en við fórum var eiginmaðurinn mikiðað spá í hvernig væri best  að komast á áfangastað og sérstaklega til baka. Ég er ekkert að troða mínum venjum  of mikið uppá hann en þegar  hann  fór að tala um hvað hann  komin með  þungt slen vegna hreyfingarleysis og ferðalaga undanfarna daga þá greip ég  tækifærið og stakk uppá að við gætum skokkað heim um nóttina. Hann heldur mér sem betur fer á jörðinni   og gerir oftast bara grín af svona hugmyndum  en sá þarna að þetta myndi  slá tvær flugur í einu höggi. Allavega ég mæli með þessu og það var dásamlegt að jogga þarna saman. Við  upplifðum ný hverfi með því að hlaupa í gegnum þau og vorum komin heim eftir 75  mínútur. Ekki nóg með það að nú er ég búin með langa hlaupið mitt þessa vikuna  en ég var einmitt í vandræðum meðað púsla því inn þessa helgina. Það toppaði þetta svo  að geta komið heim og  borðað sig samviskulaust á gat fyrir svefninn.

 Þú þarft ekkert  að taka joggingallann á þetta og mæta eins og nörd. Getur farið í flottar hnébuxur  eða þægilegt pils, ekkert mál að grafa upp þægilega topp úr bómul, vera í íþróttatopp  innan undir og setja  strigaskóna í lítinn bakpoka. Nú veit ég að ég hneyksla marga en þetta var stuð og bara til að krydda góða tónleika.