Karen Axelsdóttir - haus
1. júní 2010

Hvað er tímakeppni "time trial"

 Hjólamenn halda  tímatökukeppni á morgun 2. júníkl. 20 á Krýsuvíkurvegi. Ég verð þarna á staðnum og  hlakka til að sjá sem flesta. Hjólaðir verða 20 km áKrýsuvíkurvegi og hægt að sjá upplýsingar um leiðina,  skráningu ofl. á http://www.hfr.is/ .   Tímakeppni í hjólreiðum er eins og nafnið bendir til keppni við  klukkuna þar sem sá sem  fer vegalengdina  á skemmstum tíma sigrar. Þátttakendur er ræstir út með oftast  1  mínútu millibili. Hægustu hjólreiðamennirnir byrja og svo koll af kolli þar til  endað er á sterkast hjólamanninunum.   Þó  þú hafir ekki beint aðra  þér við hlið til að keppa við þá er gott markmið að reyna að ná öðrum sem  ræstir eru  út á undan þér.

timetrial.jpg

Byrjendur eru  innilega velkomnir, en ef þú kemst í gegnum spinningtíma þá er þetta lítið mál og  frábært tækifæri til að prófa  eitthvað nýtt og sjá hvar þú stendur persónulega. Algengt er að fólk fari alltof geist af stað og missi svo  dampinn á  millikaflanum. Til að ná sem bestum árangri  er mikilvægt að hita vel upp  (amk 25 mín) og taka nokkra stutta kafla á þeim hraða sem þú  villt halda. Ef þú hefur hitað vel upp þá þarftu ekki að byrja  rólega en lykillinn er að halda síðan  álaginu eins jöfnu og hægt er alveg   þangað til síðustu 3-4 km. Ef þú er komin með þyngsla tilfinningu og  rétt komin hálfa leið þá hefurðu farið of geist af stað. Á flötum velli skaltu nota stóra hringinn"big chain ring" og þú átt ekki að þurfa að vera mikið að skipta. Ef þú nærð   einhverjum þá máttu ekki hanga aftan í þeim manni  heldur verður að fara framúr. Eins ef einhver tekur fram úr þér þá máttu ekki gefa í og hanga aftan í  heldur verður að hægja aðeins niður meðan verið er að taka fram úr þér. Það að  hanga aftan í öðrum kallast á ensku "drafting" . Þessu má líkja við oddaflug gæsa og  sparar þeim sem hangir aftan í öðrum allt að 30% orku. Ef keppendur "drafta"í keppnum þar sem það er bannað þá jafngildir það svindli og viðkomandi fær  ýmist tímasektir t.d 2 mín bætt við lokatímann eða er dæmdur úr leik.

Ekki fá áfall viðað sjá aðalgæjana á "aero" hjólum og í spandex göllum en tímakeppnir  eru ef eitthvað er tilvaldar fyrir byrjendur. Slepptu samt vera í  of víðum fötum t.d blaktandi vindjakka  því  það myndar mótstöðu. Ef þú  átt hjólabuxur og þröngan síðerma topp þá er það mjög fínt. Þetta eru bara 20  km þannig hálfur vatnsbrúsi er  nóg. Mundu að yfirfara dekkinn og pumpa  þau uppí þrýsting 115-120, en ég get hjálpað þeim sem þurfa með það. Ekki gleyma hjálminum og góða skapinu.