Karen Axelsdóttir - haus
9. júní 2010

Hvíla eða æfa milli móta?

Þegar þú ert að keppa helgi eftir helgi þá er oft erfitt á að á kveða hvernig á að haga æfingum og hvíld  dagana á milli móta. Til að tækla það þá þarftu að vera með á hreinu hvað mót skipta  þig mestu máli. Í upphafi tímabils þá flokka ég mín mót í A-B og C mót.  A mót eru mót sem ég þrepa mig (minnka æfingar og hvíli)  vel niður fyrir og fyrir 2010 hjá mér eru það Ironman Australia, Evrópumótið í júlí og Heimsmeistaramótið í september. B-mót eru mót sem ég verð að keppa í fyrir liðið mitt varðandi styrki, innlend meistaramót  og undankeppnir  til að komast á stórmót. C-mót eru svo mót sem ég nota til æfinga og skemmtunar. Ástæðan fyrir því að þú verður að flokka þetta er að ef þú ættir að þrepa þig niður fyrir öll mót þá værirðu bara á sófanum hálft keppnistímabilið. Ég held að þetta kerfi geti nýst íþróttamönnum í öllum einstaklingsíþróttagreinum. Þetta er kanski erfiðara ef þú ert í boltaíþróttum þar sem leikir eru allir fyrir ákveðnir en varðandi æfingar og skipulag þá hjálpar það  manni ótrúlega að hafa forgangsröðun á hreinu.

Til að hámarka árangur þá er miðað við að þú veljir hámark 2 til 4 A- mót á ári sem þú þrepar þig niður fyrir. Fyrir B mót þá geturðu leyft þér að þrepa þig niður í 4 daga t.d ef þú ert að keppa á sunnudegi þá tekurðu styrttri æfingu á miðvikudegi og fimmtudegi, hvílir föstudag og mjög létta æfingu eða hvíld daginn fyrir mót . Fyrir C-mót þá heldurðu nánast óbreyttri æfingaáætlun og mætir þreyttur í keppni.

Fyrir C-mót þá er nokkuð ljóst að þú ert ekki að fara að s lá persónuleg met og þú þarft sennilega að sætta þig við að að tapa fyrir einhverjum  ,,óþreyttum" sem þú undir venjulegum kringumstæðum gætir unnið. Það krefst miklils andlegs styrks að mæta til leiks í svoleiðis mót og margir geta ekki hugsað sér að sverta vinningsferilinn og sleppa þáttöku eða stelast til að þrepa sig niður. Mitt álit er að þú tekur alltaf mun meira á í keppni en á æfingu og í hverju einasta móti bætirðu alltaf einhverju við reynslubankann sem mun skila sér þegar á aðal hólminn er komið. Spurðu sjálfan þig, langar mig ganga þvílíkt vel á alvöru mótum þ.e í A-mótum eða þeim keppnum sem skipta þig mestu máli ? Ef svarið er já þá, þá verðurðu að halda óbreyttri stefnu fyrir minni mót, nota þau sem góða æfingu og reynslu og ekkert kjaftæði að velta sér yfir niðurstöðunum. Aðal munurinn er líka að ef þú hefur prófað að keppa þreyttur þá finnst þér eins og þú getir flogið þau skipti sem þú keppir  óþreyttur.