Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Þvílík helgi!
14. júní 2010

Þvílík helgi!

Vá hvað það var skemmtilegt í Bláalónsfjallaþrautinni í gær. Ég var bara í örstuttri þéttskipaðari heimsókn á landinu en þegar  þeir hjá Erninum buðust til að lána mér hjól þá var ekki sjéns að  missa af þessu. Þetta var fjölmennasta  hjólreiðamót á Íslandi frá upphafi og alls 343  brosandi andlit sem hófu keppni, flestir í 60 km en keppt var í bæði 40 km og 60 km vegalengd.

2010 IcelandBluelagoon 031Í startinu ruku fremstu menn af stað. Í þessari keppni er leyfilegt að "drafta" og því skiptir öllu máli að  ná að hanga í hóp með sambærilegum eða betri hjólamönnnum til að komast hraðar og um leið spara orku.  Ég var alltof róleg  og ekki alveg í keppnisgírnum en sá sem betur fer  fljótt að  með þessu hangsi myndi ég missa alla bestu mennina  langt á undan og enda ein í því að brjóta vindinn sem er bæði leiðinlegt og miklu erfiðara. Ég  steig því á bensíngjöfina og náði nokkrum strákum og fór að vinna með þeim. Það gekk vel og var hrikalega gaman en eftir 25 km þegar kom að því að fara niður brattar malarbrekkur á fullu spani þá mætti ég ofjörlum mínum. Þeir voru örugglega í hláturskasti því ég bremsaði niður eins og gömul kerling og nánast pissaði í mig af hræðslu. Ef þú missir hópinn meira en 40-50 metra fram úr þér þá er afar erfitt að vinna það upp þar sem þeir skýla allir hver öðrum og fara því mun hraðar.  Í svoleiðis tilvikum verðurðu samt að bíta á jaxlinn því þó þú nánast sprengir þig við að ná þeim þá er það oftast þess virði og þú jafnar þig fljótt með því að hanga aftast í smá stund . Ég náði þeim tvisvar  en niður þriðju brekkuna missti ég þá um 200 metra fram úr mér sem er vonlaust að vinna upp. Það gekk á ýmsu og  mér tókst að detta þrisvar sem er meira en ég hef dottið síðast liðin 4 ár. Það sýnir hversu hörmuleg fjallahjólatæknin er hjá mér en það er bara fínt og þá veit a.m.k  hvað  þarf að bæta fyrir næsta ár. 


2010 IcelandBluelagoon 021Þetta var stórskemmtilegt í alla staði og ekki leiðinlegt að fá heita súpu og spjalla í lóninu eftir á. Toppurinn var samt að sjá að alls 48 konur og margir nýliðar voru mættir til leiks. Ég og fleiri hefðum grætt á því að láta þá Hafstein, Pétur og Hákon skrifa gestapistil um hvernig maður tæklar svona keppnir en þeir félagar sigruðu örugglega og er hægt að sjá heildarúrslit í báðum vegalengdum hér http://www.hfr.is/blaa/urslit/urslit2010.asp.  Ég sigraði kvennaflokkinn, bætti kvennametið umtalsvert og var þrettánda í heildina að körlunum meðtöldum. María Ögn þríþrautar og bootcamp kona er í mikilli framför og bætti einnig gamla metið. Fyrir ykkur hin þá er ég reynsluni ríkar og skal sjá til þess að skrifuð verði keppnisstrategíu fyrir næsta ár. Við mætum öll með "framstýri", lærum að fara niður brekkur og  ég skal kenna ykkur að hjóla í hóp þannig nú er að bara að halda áfram að æfa  og við mössum þetta að ári liðnu. Þið sem tókuð "sófann" á þetta - nú eruð þið komin með markmið fyrir næsta ár! Sérstakar þakkir fá Þór Austmar vinur minn (sja mynd) og Pétur  í Erninum fyrir alla aðstoðina