Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Fótboltapælingar
19. júní 2010

Fótboltapælingar

steven_gerrard_england_prideÉg er nú ekki mikill fótboltaaðdáandi  en þar sem það er nú heimsmeistarmót þá geri ég undantekningu og fylgist með mínum heimamönnum, Englendingum. Í gær mættu Englendingar Algeríu og var hálf breska þjóðin límd við skjáin. Mikið skelfilega var þetta leiðinlegt að sitja 90 mínútur + 15 mínútur í pásu og það gerðist nákvæmlega ekki neitt, en leikurinn endaði 0-0. Ég sé mest eftir að hafa ekki  tekið þessa leiki upp á "Sky reccorder" svo að næst þegar ég er andvaka þá get ég kveikt á þessu og sofnað um hæl. Þetta var reyndar ekki fyrsti leikurinn minn heldur horfði ég líka á Frakkland-Mexíkó. Sá leikur endaði reyndar 2-0 Mexíko í vil en sama sagan, ótrúlega langdregið og ég fór að hugsa um allt sem ég hefði getað komið í verk meðan á leiknum stóð. Hvernig stendur á því að þessi íþróttagrein er svona vinsæl því það gerist nákvæmlega ekki neitt 95% af tímanum? Þeir feðgar á mínu heimili geta horft á þetta allan daginn og hófu mikla varnarbaráttu þegar ég fór að draga fram ákveðnar staðreyndir. Þetta voru víst einu leikirnir hingað til sem hafa verið leiðinlegir og jarí jarí jar.

 

FergusonGETTY_468x579Allavega það sem var vakti áhuga minn var að sjá hvernig annars svona frábært saman safn af leikmönnum gat spilað svona illa. Leikmennirnir voru svo stressaðir að maður fann stresstaumana heim í stofu og leikgleðin var augljóslega engin. Hóflegt stress er frábært en of mikið stress slær bestu íþróttamenn útaf laginu og ákveðni og taktík verður að engu undir svoleiðis kringumstæðum...óháð íþróttagrein. Ég gat ekki annað en dauðvorkennt þeim og fór að hugsa  um hvað hefði eiginlega farið úrskeiðis í andlegum undirbúningi og hvað fer eiginlega fram í hálfleik eða eftir leik þegar frammistaðan er svona? Er hraunað yfir þá? Eru þeir peppaðir upp og reynt að draga fram það sem vel var gert? Er þetta af því að þeir hafa ekki æft nógu mikið saman sem ein liðsheild? Eða það  sem er líklegast, er ekki búið að setja alltof mikla pressu og væntingar á þá fyrirfram? Ég ætla að gefa þessu smá meiri sjéns en næsti leikur verður pottþétt tekin upp til að gulltryggja svefn í næstu andvökukrísu.