Karen Axelsdóttir - haus
8. júlí 2010

Bless Írland-Halló Swiss

p1020668.jpg

Eftir fjóra daga af írskri sveitasælu (sjá myndir), fjölskylduknúsi og golfspili er heilsan allt önnur og ég er eins og nýsleginn túskildingur. Ótrúlegt hvað smá hvíld gerir mikið kraftaverk. Það verður ekki langt stopp heima í London því á eftir fer ég  til Leysin í Swiss til að æfa með liði atvinnumanna sem æfir þar undir leiðsögn Brett Sutton. Hann er fyrrverandi þjálfari  Chrissie Wellington sem varð undir leiðsögn hans tvöfaldur heimsmeistari í Ironman. Ég veit ekkert hvað ég er að fara útí. Þetta verður ekkert grín en samt ótrúlegt að fá að æfa með mörgu af besta þríþrautarfólki heims í nokkra daga og ég skal gefa ykkur innsýn inní þann heim meðan á dvölinni stendur. Það verður líka pínu spennandi fyrir mig að sjá hvort ég sé að missa af einhverju  og hvort atvinnumenskan sé í raun eftirsóknarverð. En þetta íþróttafólk gefur nánast allt sitt gamla líf uppá bátinn. Milli æfinga er nánast bara borðað og sofið enda verið að æfa þrjár íþróttagreinar um 10 tíma á viku hverja grein. Þau  æfa og búa í ölpunum á sumrin og Suður Afríku eða Ástralíu á veturnar og eru því meira eða minna fjarri fjölskyldu og vinum. Sem sagt miklar  fórnir  miðað  við  allt erfiðið og hvað örfáir"meika það". 

p1020703.jpg