Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Dagur 1 í Sviss
9. júlí 2010

Dagur 1 í Sviss

p1020726.jpgFegurðin hér í ölpunum er svo ótrúleg að þetta er er eins og í fullkomnu málverki. Það var ótrúlega gaman að hitta allar þríþrautarstjörnurnar í dag en ég fékk þann heiður að vera á æfingu með Tim Don fyrrverandi heimsmeistara, Nicolu Spirig nýkrýndum Evrópumeistara, Jodie Swallow heimsmeistara long course, Rebekku Keat nr 2 á Ironman heimslistanum ásamt 12 öðrum sem öll eru á top 10 heimslistanum í Ironman eða ólympískri vegalengd. Ég er á lífi eftir æfingar dagsins ...en varla! Ég hef hitt marga góða íþróttamenn undanfarin ár en þetta lið er líkara vélmennum heldur en fólki. Svona leit æfingaprógramið út en þetta var víst léttur dagur hjá þeim, fyrir utan hitann sem nokkrir kvörtuðu yfir en það var heiðskírt og hitinn uppí fjalli var 32 gráður og 34 gráður niður í dalnum þar sem við hlupum.

Kl 07:30 1 klst sund (stutt sundæfing hjá þeim á föstudögum). Bærinn Leysin liggur í 1870 metrum og maður fann vel fyrir því í sundinu hvað loftið er mikið þynnra í þessari hæð þ.e í stað þess að anda á 3-4 hverju sundtaki þarf að anda oftar miðað við óbreytt álag. Maður verður líka þyrstari í þessu lofti. Þjálfarinn bannar allt vatnsþamb á sundæfingum og vill að fólk venjist því strax að það er hvort eð er ekkert vatnsstop á sundleggnum í keppni. p1020737.jpg

Kl 09:00 Morgunmatur. Kl 10:30 Hjóluðum 25 km niður fjallið sem bærinn stendur í og niður í dal þar sem hlaupabrautin er. Hlupum 10 x 1.6 km hlaup á hlaupabraut, hvíld 200 metrar rólegt skokk. Stelpurnar voru að hlaupa þetta á 5:40-6 :00 mínútum. Það hljómaði ekki illa en í þessum hita var það pottþétt mitt erfiðasta hlaup hingað til og lét hann mig samt bara hlaupa fimm endurtekningar. Tim Don var að hlaupa þetta á 5 mínútum og blés ekki úr nös, en hann er að keppa á morgun og sagðist vilja halda þessu léttu. Það var eins og að horfa á héra að sjá hvað hann skokkaði þetta létt. Borðuðum hádegismat áður en við hjóluðum svo til baka 25 km upp sama fjall og komum. Síðustu 14 km er brattinn að meðaltali 7% og brattast efst þannig mér (og reyndar flestum) var farið að sundla af þreytu. Toppurinn á tilverunni var að henda sér ofan í fjallabrunninn á toppnum og kæla sig niður en þessir brunnar eru út um allt og vatnið í þeim tært. p1020742.jpgKl 17:00 fór Ironman hópurinn og hljóp 45 mín rólegt hlaup. Vá hvað ég var fegin að vera ekki í þeim hópi en þvílíkt upplifun sem þessi dagur var.