Karen Axelsdóttir - haus
10. júlí 2010

Næringarinntaka fyrir keppni

Núna á sunnudaginn 11. júlí fer fram  hálfur járnkarl í Hafnarfirðiog hefst keppnin kl. 8:30 við Ásvallalaug.
Vegalengdir eru: 1,9 km sund, 90 kmhjól, 21.1 km hlaup sjá upplýsingar um skráningu ofl. á hlaup.is oghttp://triathlon.is.

 

Þessi vegalengd hentar hægum sundmönnum og sterkum hjólamönnum mun beturen ólympísk þraut því sundleggurinn er bara 400 metrum lengri og hjólið þaðlangt að það er auðvelt að mynda verulegt forskot. Munurinn er hins vegar aðhjólið og hlaupið er rúmlega tvöfallt lengra en í ólympískri þraut og því ljóstað flestir þurfa að halda svolítið aftur af sér á hjólinu og passa vel næringarinntökubæði fyrir og í keppninni sjálfri til að springa ekki eftir 10-12 km áhlaupinu. Nokkrir hafa haft samband við mig varðandi hvernig á að haga mataræðifyrir mót og lengri vegalengdir. Auðvitað er allur gangur því og ekkert eittrétt en það sem ég mun lýsa hér er það sem virkar fyrir mig og flesta sem égþekki í geiranum.

 

 

2-3 dagar fyrir mót

"Carbo loading" eða kolvetnishleðsla er meira goðsögn helduren raunveruleiki hjá atvinnumönnum í þríþraut. Þangað til 2-3 dögum fyrir móthalda flestir óbreyttum matarvenjum. Þremur dögum fyrir mót byrja flestir aðminnka trefjainntöku og borða örlítið meira kolvetni. Gott er að aukavatnsdrykkju og ef keppnin er í heitara loftslagi erlendis þá er gott að auka aðeinssalt neyslu t.d borða saltaðar hrískökur eða skella einni Nuun töflu í 1 líteraf vatni sem þú drekkur aukalega. Aðalatriðið er að borða staðgóðar máltíðirt.d kjöt, bakaða kartöflu, grænmeti og litla fitu fremur heldur en að dæla ísig pasta og hvítu hveiti marga daga í röð. Majones, feitmeti (fyrir utanbrauðost) og áfengi er á bannlista.

 

Daginn fyrir

Hið eiginlega "carbo loading" gera flestir í hádeginu daginnfyrir keppni. Borðaðu meira kolvetni en venjulega í hádeginu t.d tómatpasta meðtúnfisk kl 12:00 og jafnvel ábót kl: 14. Þetta eru einu skiptin sem ég borðamig viljandi nánast of sadda. Fyrir styttri vegalengdir geturðu gert það samanema þú þarft alls ekki að borða eins mikið. Óháð vegalengd þá borða ég kvöldmatinn snemma helst kl 18:30 svolíkaminn fái 12 klst til að melta. Flestir borða þá eins og ég lýsti að ofan"staðgóða blandaða máltíð" t.d fitulitla steik eða kjúkling með soðnugrænmeti og bakaðir kartöflu eða hrísgrjónum. Maður er oftast ekki svangureftir allt pastað í hádeginu en það er mikilvægt að sleppa ekki þessari máltíð.Borðaðu vel en alls ekki þannig að þú sért á blístrinu.

 

Keppnisdagur

Ég vakna þremur klukkutímum fyrir start. Fæ mér hafragraut og skellikanil, sykri eða sýrópi ofan á. Sumum finnst gott að fá sér ristað brauð meðhnetusmjöri. Drekk  djúsglas,vatnsglas  og nóg af kaffi.Klukkutíma fyrir start fæ ég mér oftast hálfan banana og um 20 mínútum fyrirstart fæ ég mér eitt koffínlaust orkugel og drekk nokkra vatnssopa.

 

Ég vona að þetta hjálpi eitthvað en eins og segir þá er persónubundiðhvað virkar fyrir fólk og eitthvað sem hver og einn lærir með tímanum og aukinnireynslu í sinni íþrótt. Ef þú hefur góða reynslu af því að gera eitthvað allt annað,HALTU ÞÉR ÞÁ VIÐ ÞAÐ! Gott væri að fá gestapistil frá góðum langhlaupara hvernig best er að haga næringarinntöku bæði fyrir og í keppni fyrir Laugarvegshlaupið og Reykjavíkurmaraþon...endilega sendið mér línu svo ég geti miðlað því en ég mun að sjálfsögðu halda nafnleynd ef þess er óskað.