Karen Axelsdóttir - haus
11. júlí 2010

Aðstæður sem herða mann

Atvinnumennirnir hér  í ölpunum  æfa eins og ég vissi um 30 tíma á viku en  það sem ég hafði ekki alveg reiknað með  er hvað þeir æfa við marfallt erfiðari aðstæður  en t.d í London.Það er aðallega þrír áhrifaþættir sem hver og einn er nóg til að gera æfingu  erfiða og þeir eru.

1.Þynnra loft sem þýðir að það er minna súrefni í  loftinu þannig þú verður miklu móðari og færð köfnunartilfinningu við áreynslu  til að byrja með. Líkaminn aðlagast þessu með því að fjölga rauðum blóðkornum og  þar með bæta súrefnisupptöku og þol . Þetta er ástæðan fyrir því að nánast alltbesta úthaldsíþróttafólk heims kýs að búa og æfa þar sem loftslag er þynnra ogþar eru Colorado or Alparnir vinsælustu svæðin. Mörg ólögleg lyf sem því miður sumiríþróttamenn leiðast útí gera nákvæmlega þetta þ.e fjölga rauðum blóðkornum.

2.Mikill bratti. Nánast allar hjólaæfingar felast íþví að hjóla 3-4.5 klst hér upp og niður fjöllinn. Flest fjöllinn hér eru amktvöföld Esjan að hæð þannig þið getið ýmindað ykkur hvað það er miklu erfiðaraað hjóla t.d 3 klst svoleiðis fremur en á flatlendi eða í smá brekkum. Þó ég lullihérna upp fjallið  og taki mérheilan klukkutíma í það þá verð ég þreyttari af því en 3 tíma hefðbundnum túr heima.

3.Mikill hiti. Hér er algjör lognmolla inní dölunumog sólin svoleiðis steikir mann. Það kom hitaskúr í gær þegar við áttum cahálftíma eftir og maður fann bara hvað orkan varð meiri við það að fá smákælingu og um leið meira súrefni í loftið.

Það er stundum sagt að það sem drepur þigekki herðir þig. Atvinnumenn í þríþraut, sérstaklega Ironman þurfa umfram alltað læra að harka af sér og það er heldur betur það sem þeir gera hér á hverrieinustu æfingu. Læt þetta duga en hlakka til að sjá hvernig fólki heima á Íslandi vegnaði íkeppni í hálfum járnkarli sem haldin var í Hafnarfirðinum í dag.