Karen Axelsdóttir - haus
21. júlí 2010

Hjálpa þrýsti "compression" flíkur okkur að ná betri árangri?

compressiontightsÞrýsti "Compression" íþróttasokkar og buxur eru mikið notaðar af íþróttamönnum sérstaklega hlaupurum og fólki í úthaldsíþróttum. Buxurnar eru nákvæmlega eins útlítandi og venjulegar hlaupabuxur nema bara mun þrengri og sokkarnir eru ekkert annað en mjög þröngir hnésokkar eða svipað og "flugvélasokkar". Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum á þrýstingurinn sem flíkurnar valda m.a að draga úr myndun mjólkursýru sem bæði hjálpar manni að hlaupa lengur án þess að finna fyrir þreytu og þú ert fljótari að jafna þig. Ég hef nú mest bara brosað yfir þessu hingað til, hef meira að segja átt svona flíkur lengi og aldrei notað þær. Hins vegar eftir að hafa notað buxurnar og kálfastykki núna undanfarna daga þá eru farnar að renna á mig tvær grímur, en þrátt fyrir erfiða keppni og álag undanfarið þá er ég mun ferskari en venjulega mv. sambærilegt álag.

Ég fór  að glugga í nokkrar rannsóknir, tala við félaga mína sem öll nota þetta og lesa mig meira til á netinu. Allar rannsóknir sem ég fann á " The Science of Sport" og á netinu benda til einhvers konar ávinnings bæði fyrir íþróttafólk og aðra. Nýlega frönsk rannsókn komst að eftirfarandi:

" The study overwhelmingly pointed towards compression tights delaying muscle fatigue by applying pressure on major muscle groups. By controlling muscle movement and decreasing impact trauma to muscles, compression actually allows for maximum oxygen absorption, thus allowing you to last longer and run faster over longer distances". Höfundurinn, Stéphane Perrey, Ph.D., telur að með því að vera í þrýstibuxum geti 3:30 maraþonhlaupari saxað 6 mínútur af tímanum sínum vegna aukins blóðflæðis og minni myndunar mjólkursýru í neðri hluta líkama og fótleggjum.

Ég hló að þessum 6 mínútum þangað til ég komst að því að t.d opinberi Ironman mótshaldarinn (ekki Challenge mótaröðin) stefnir á að banna notkun þrýsti sokka af þeirri ástæðu það að hlaupa maraþon í sokkunum þykir gefa manni óeðlilega mikið forskot í lengri vegalengdum mv. aðra sem ekki nota sokkanna. Það geta auðvitað allir verið í sokkunum og þeir kosta ekki mikið en mótshaldari er sjálfsagt að spá í það að tímar fyrri ára séu sambærilegir og vallarmet slegin á réttum forsendum. Erfitt verkefni það því hvar á að draga línuna þegar hjól og hjólatengdur búnaður verður léttari og betri með hverju árinu og sama má segja með blautbúninga. Allavega ég sel það ekki dýrara en ég keypti það og vildi bara deila þessu með ykkur.