Karen Axelsdóttir - haus
26. júlí 2010

Hvernig formi varst þú í fyrir 10 árum?

Yndislegt að koma til Íslands og verakomin  útí sveit á Snæfellsnesi. Ég var að hlaupa "langa rólega"hlaupið mitt í gær, eitthvað sem ég geri flestar vikur á hraðanum 5:00-5:15min/km í 90 mín og ekkert  merkilegt við það.  Ég hljóp hluta úr leið sem  ég fór oft þegar ég fór fyrst að koma hingað fyrir um 10 árum síðan og fékk svolítið skrítna tilfinningu þegar ég hljóp fram hjá þeim stað sem ég stoppaði alltaf við áður. Það var við næsta bæ hérna í tæplega tveggja km fjarlægð.Ég man hvað ég var á sínum tíma stollt af mér þau skipti sem nennti út að hlaupa og náði að rogast þessa tæplega 4 km. Ég man líka hvað mér þótti það mikil kvöð og hvað égtaldi niður mínuturnar og sekúndurnar þangað til ég gæti stoppað.

Ég komst ekki hjá því að  hugleiða og finna hversu miklu betra formi ég er í dag miðað við þá.  Ég hljóp tæplæga 5 sinnum lengra og einnig mun hraðar en í gamla daga og mér leið  sennilega 5 sinnum betur núna en þá.Ég get ekki lýst því hvað líf mitt hefur breyst mikið til batnaðar áþessum 10 árum . Ekki það að ég hafi verið akfeit eða óhamingjusöm áður  heldur er svo mikill munur að hafa svona mikla orku. Einnig að geta borðað það sem mér sýnist og vita ekki lengur   hvað það er að vera "feit" í ákveðnum fötum.  Þetta er ekki lengur spurning um að"nenna út" heldur frekar frekar að maður að haldi stundum aftur að  sér á svo fjölskylda og vinir haldi ekki að maður sé alveg orðin ga ga.

Hvernig formi varst þú í fyrir 10 árum? Mín ágiskun er sú að fáir af þeim sem lesa þetta eru í jafngóðu eða betra formi og þá. Ef þú ert í verra formi en fyrir 10 árum, reyndu þá að hugsa um afhverju það er þannig. Lífið er fullt af uppákomum og áföllum og öll höfum við"engan tíma". En við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá kemur að því að heilsan ekki tíma fyrir þig. Hvert viltu að svarið verið við sömu spurningu eftir önnur 10 ár.