Karen Axelsdóttir - haus
5. ágúst 2010

Ekki gleyma að gera keppnisáætlun og tékklista

Eftir 10 daga munu 17 Íslendingar keppa í  Ironman í Kaupmannahöfn. Undirbúningur er búin að vera hjá mörgum þeirra síðan í  september 2009 og því mikill spenningur í loftinu en hægt er fylgjast nánar með  undirbúningi hjá þeim í gegnum blog Vignis, eins þátttakendans á http://vignirs.blogspot.com/. 

Eins og ég lýsti fyrir mína Ironmankeppni  þá skiptir miklu máli fyrir svona mikil átök að smám saman draga úr æfingamagni  síðustu 3 vikurnar. Ekki draga úr hraða heldur bara stytta æfingarnar. Þannig  þó þú viðhaldir hraðanum þá hvílistu og safnar orku  með því að æfa mun minna. Takmarkið er að vera það fersk/ur  síðustu vikuna að þig hreinlega iðar að komast af stað á keppnisdag. Þetta á  við um alla erfiða íþróttaviðburði eða langar keppnir. Á þessum tímapunkti  snýst allt um að treysta á undirbúninginn því það eina sem "last  minute" löng hlaup eða æfingar gera fyrir þig núna er að taka frá þér  orku...orku sem þú munt svo sannarlega þurfa á að halda á keppnisdag.

race-day-check-list.jpg

Það lenda allir í því að efast um eigin  undirbúning og það er bara hluti af þessu. Það sem virkar best á áhyggjur áþessu  stigi er að útbúa skriflega keppnisáætlun. Ef þú gerir það þá nærðu miklu  betri slökun bæði núna og í keppninn sjálfri. Flettu upp "race checklist" ánetinu fyrir þína keppni hvort sem það er Ironman, Marþon eða annað og  farðu  yfir alla tékklista og spurningar. Ef þú ert andvökupjési hafðu þá skrifblokk við hliðiná rúminu  þínu og punktaðu niður spurningar og það sem heldur fyrir þér vöku. Tæklaðu þær  og helst ekki láta sömu spurninguna halda fyrir þér vöku tvær nætur í röð.