Karen Axelsdóttir - haus
13. ágúst 2010

Lestrarhestar í ræktinni

Þegar ég kem til Íslands í stuttar heimsóknir nota ég stundum líkamsræktarstöðvar til að gera hlaupa og hjólaæfingar.  7-SARINA-READINGTREADMILL-th[1]Það er dásamleg tilbreyting að æfa innan um venjulegt fólk en ekki afreksfólk sem æfir sig í gröfina á nánast hverri æfingu en sumir í ræktinni taka öfgarnar kanski aðeins of mikið í hina áttina. Mér finnst stundum skondið að horfa yfir hópinn á þrekhjólunum. Þar er annar hver maður límdur við sjónvarpsþátt og mjög margir að lesa eitthvað tímarit. Sumir gera meira að segja bæði. Ég get alveg skilið þetta með sjónvarpið, sérstaklega ef fólk er með ágætis þol og er bara í léttri fitubrennslu eða léttri upphitun. En ég spyr: Hvernig er hægt að taka á því svo einhver líkamlegur  ábati verði af með því að lesa samtímis? Í stað þess að skamma ykkur þá er ég með smá  lausn.

Hvað segið þið lestrarhestar um að brjóta þetta aðeins upp og prófa að taka ágætlega á því í 15 sekúndur á hverri mínútu. Það er fyrstu 15 sekúndurnar á hverri mínutu skellið þið þyngdinni uppí 12-14 og hafið rpm (snúninginn) á amk 85. Svo hinar 45 sekúndur takið upp blaðið og haldið áfram lestri. Ef það er of mikið þá kanski bara 10 sekúndur  rétt til að koma pumpunni í gang og bæta við  vöðvastyrk. Markmiðið er svo helst að bæta við 5 sekúndum á mánuði þangað til þið getið æft í 30 sekúndur og svo slakað á hinar 30.

Ég lofa stinnari rassi og meira þreki.