fim. 9. maí 2024 13:00
Jóhanna Stefáns Bjarkar og Hlín Reykdal.
Björn Hugason hélt tískupartý í Kiosk

Verslunin Kiosk hélt glæsilegt tískupartý á Hönnunarmars þar sem Björn Hugason sýndi nýja fatalínu sína og Vínklúbburinn bauð gestum upp á vínkynningu.

Björn Hugason er íslenskur fatahönnuður sem stofnaði samnefnt fatamerki árið 2022. Fatalínan sækir innblástur í fornar íslenskar handverkshefðir með nýrri túlkun á hefðbundnu handverki, handlitunartækni og í mínímalísku formi.

Fatnaðurinn er unnin úr náttúrulegum og endurunnum textíl í hæsta gæðaflokki og er hvert eintak handlitað sérstaklega. Fatalínan er brú á milli fornra hefða og nútíma handverkslistar.

Þá kynnti Pétur Víglundsson klassísk vín fyrir gestum í bland við spennandi náttúruvín sem voru í boði Vínklúbbsins. Gestirnir fúlsuðu ekki við því enda fátt betra en gott vín í góðu tískupartýi.  Vörur Björns verða áfram fáanlegar í Kiosk.

til baka