mið. 8. maí 2024 10:38
Mona er fædd í Indlandi.
Dularfulli gesturinn á Met Gala

EVA RUZA FLYT­UR PISTLA UM STJÖRN­URN­AR Á HVERJ­UM DEGI Á SINN EIN­STAKA HÁTT Á K100.

Það hefur lítið annað verið rætt um á helstu fjölmiðlum heims en hátískuviðburðinn Met Gala sem fór fram vestanhafs á sunnudagskvöldið.

View this post on Instagram

A post shared by L'Officiel India (@lofficielindia)

 

Þema kvöldsins var Sleeping Beauties: Reawakening Fashion og sóttu margir sér innblástur í blóm fyrir klæðnað kvöldsins.

View this post on Instagram

A post shared by Edgar Martin (@edgarmartin__)

 

Það var hins vegar ein dama sem stal senunni að mínu mati. Ég hef aldrei séð aðra eins fegurð. Mona Patel er hin umrædda kona og voru margir sem vissu ekki hver hún var áður en hún mætti á svæðið. Ég hafði aldrei heyrt af henni áður til dæmis.

View this post on Instagram

A post shared by VOGUE India (@vogueindia)

 

Henni hefur verið lýst sem dularfulla gestinum af mörgum miðlum og var vel að þeim titli komin. Draumkenndi kjóllinn hennar var skreyttur gylltum fiðrildum sem blökuðu vængjum og það er í raun erfitt að lýsa fegurðinni sem blasti við.

Stílistinn Law Roach sá um að stílisera hana fyrir kvöldið en kjóllinn var hannaður af Iris Van Herpen.

View this post on Instagram

A post shared by Director based in NYC (@karinakandel)

 

Mona er fædd á Indlandi en flutti til Bandaríkjanna árið 2003. Hún hefur smátt og smátt byggt upp milljón dollara veldi í kringum sig, sem er að mestu tengt tísku.

Hún hefur verið á lista Forbes yfir ríkustu konur heims og er nú komin á lista yfir einn fallegasta kjól, eða listaverk, sem hefur nokkurn tíma sést á Met Gala.

til baka