mið. 8. maí 2024 20:32
Syngur um mikla meðvirkni í samböndum

Söngkonan Maiaa, eða María Agnesardóttir, var að gefa út The Problem Is You og segir það eitt rólegasta lag sem hún hefur samið. Hún kynnti lagið í þætti Heiðars Austmann, Íslenskri tónlist á dögunum. 

„Þetta er mjög persónulegt, einlægt og snýr að meðvirkni í samböndum. Melódían í laginu var fljót að koma til en textinn var erfiðari og tók lengri tíma. En að vera í hljóðveri er eins og að vera hjá sálfræðingi, þar sem maður opnar sig og verður berskjaldaðri.

En margir ættu að geta tengt við lagið, þeir sem byrjuðu kannski ungir í sambandi og voru ekki endilega með þroskann til þess. En lagið er hins vegar aðeins ein hlið að mikilli meðvirkni í sambandi,“ segir hún í kynningunni á laginu. 

Hlustaðu á lagið í spilaranum hér fyrir neðan. 

 

til baka