fim. 9. maí 2024 17:24
Leifar af nagdýrum fundust í brauðhleifum

Yfir hundrað þúsund brauðhleifar voru innkallaðir í Japan eftir að leifar af nagdýrum, sem taldar eru vera rottur, fundust í tveimur mismunandi brauðhleifum.

Fyrirtækið Pasco Shikishima Corp stöðvaði framleiðslu á brauðinu tímabundið og hefur innkallað 104 þúsund brauðhleifa.

ABC News greinir frá.

Ætla að styrkja gæðaeftirlitið

„Við munum gera okkar allra besta til að styrkja gæðaeftirlitið svo að þetta muni aldrei gerast aftur,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Japanskir miðlar greina frá því að í hið minnsta tveir einstaklingar hafi kvartað til fyrirtækisins eftir að leifar af rottum fundust í brauðinu. Báðir brauðhleifarnir voru keyptir í Gunma-héraði norðvestur af Tókýó.

til baka