mán. 1. júlí 2024 13:59
John Steenhuisen er leiðtogi Lýðræðisbandalagsins.
Ný samsteypustjórn lofar einingu

Ný samsteypustjórn í Suður-Afríku hefur lofað einingu í landinu. Afr­íski þjóðarflokk­ur­inn (ANC) missti meirihluta á suðurafríska þinginu í þingkosningum sem fóru fram í lok maí. Flokkurinn hafði verið með hreinan meirihluta í þrjá­tíu ár.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/06/01/missir_hreinan_meirihluta_i_fyrsta_sinn_i_30_ar/

ANC heldur 20 af 32 ráðuneytum. Lýðræðisbandalagið, sem er stærsti samherji ANC, fær sex ráðuneyti. Flokkarnir hafa staðið í stöngum viðræðum síðustu vikur. 

„Tími samvinnunnar er kominn,“ sagði John Steenhuisen, 48 ára, leiðtogi Lýðræðisbandalagsins, við fjölmiðla í dag.

Lýðræðisbandalagið er miðjuflokkur sem hallar sér til hægri. Vinstri flokkar sóttust einnig eftir því að vinna með ANC.

til baka