sun. 28. júlí 2024 12:00
Það er skemmtilegt að hrista upp í marengsinum með rabarbara.
Rabarbara-pavlova er sumarkakan í ár

Þeir sem eru komnir með leið á hinni hefðbundnu rabarbaraböku ættu að prófa rabarbarapavlovu. Pavlovan krefst meiri tíma en einföld baka í eldföstu móti en á sama tíma er eitthvað aðeins meira grand við pavlovu. 

Það er gamalt og gott ráð að nýta það sem til er í garðinum og því gaman að prófa sig áfram með rabarbara sem vex víða eins og illgresi. Í þessari uppskrift eru jarðarber notuð með til þess að gefa sætu á móti súrum rabarbaranum. 

Pavlova með rabarbara og jarðarberjum

Botn

Rjómakrem

Rabarbara og jarðarberjakrem

Aðferð

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 100°C hita.
  2. Þeytið eggja­hvít­urn­ar vel.
  3. Bætið við sykr­in­um hægt og ró­lega sam­an við, ásamt ed­iki, salti og vanillu­drop­um.
  4. Þeytið þar til syk­ur­inn er vel upp­leyst­ur og mar­engs­inn er orðinn stíf­ur og fal­leg­ur.
  5. Smyrjið mar­engs­in­um á bök­un­ar­papp­ír á plötu, mótið tvo kringl­ótta botna úr mar­engsn­um. Megið líka gera einn botn, val­kvætt.
  6. Bakið við 100°C hita í 2 klukku­stund­ir.
  7. Slökkvið þá á ofn­in­um og látið kólna í hon­um.
  8. Þegar mar­engs­inn hef­ur kólnað þeytið þá rjóma og blandið flór­sykri og vanillu­drop­um eða vanillu­sykri sam­an við.
  9. Setjið rjóma­blönd­una ofan á marengsinn. 
  10. Skerið rabarbara í bita og sjóðið með vatni og sykri. Eftir að rabarbarinn hefur náð suðu látið malla í 10 til 15 mínútur eða þangað til rabarbarablandan er orðin mjúk. Kælið og blandið helming jarðaberja út í. 
  11. Hellið blöndunni ofan á kökuna. 
  12. Notið hinn helminginn af jarðarberjunum til að skreyta kökuna. 
til baka