mið. 24. júlí 2024 12:30
Æðislegt heimagert rautt pestó

„Það er fátt betra en gott pestó ofan á brauð með hinu fullkomna avókadói, eitthvað sem ég gæti borðað á hverjum degi án þess að fá nokkurn tímann leið á því,“ segir Linda Ben um þetta unaðslega rauða pestó.

Einnig er tilvalið að fá sér pestóið út á pasta eða með góðum ostum og kexi.

Hún bætir því við að henni finnst best þegar pestóið er ekki of mikið maukað en auðvitað er það smekkatriði hversu fínt maukað það er. Það tekur enga stund að gera þetta pestó eða aðeins um 5-10 mínútur.  

„Þið verðið ekki svikin af þessu holla og ofurgóða pestói“

Æðislegt rautt pestó

Hráefni: 

Aðferð:

  1. Basillauf og hvítlauksgeirarnir eru maukaðir saman fínt ásamt ólífuolíunni.
  2. Setjið ólífurnar, sólþurrkuðu tómatana og kasjúhneturnar út í og maukað létt.
  3. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

 

 

 

 

 

til baka